Dýravinir, hverjir eru þeir...

Ég hef verið að blogga um hvernig leigubílstjóri missti sig í því að flytja kisu í Kattholt laugardaginn 26. janúar.sl. Hann tapaði kisa en fannst tapið ekki vera merkilegra en það að hann lét engan vita... Allra síst mig sem afhenti Tómasi leigubílstjóra kisann í lokuðu búri og treysti honum til að koma kisanum í Kattholt þar sem beðið var eftir honum...Ekkert hefur frétttst um afdrif kisans...Ég vænti ekki mikils...Að kisinn hafi lifað veðrið af svangur og hrakinn er ótrúlegt...Veðrið hefur verið bæði kalt og stormasamt, ekkert óskaveður katta sem hafa 38¨líkamshita og una sér best í hlýju innandyra...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Vertu nú ekki svo viss um afdrif, það er jú agt að kötturinn eigi sér níu líf!

Magnús Geir Guðmundsson, 11.2.2008 kl. 21:50

2 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

...hvusslags er þetta hef nú aldrei heyrt annað eins

Erna Bjarnadóttir, 11.2.2008 kl. 22:00

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Elsku litla kisan, það eigia því miður ekki öll dýr góða æfi. Því er fólk svona kaldlynt við dýrin?? skil það aldrei.  Kær kveðja til þín vina mín.

Ásdís Sigurðardóttir, 12.2.2008 kl. 00:19

4 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Je minn góður. Og manninum finnst þetta ekkert tiltökumál?

Kristín M. Jóhannsdóttir, 12.2.2008 kl. 04:54

5 Smámynd: Kolgrima

... og láta ekki einu sinni vita! Þetta er fáránlegt, ég vona að kisi komi í leitirnar.

Kolgrima, 12.2.2008 kl. 17:44

6 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Ég bara spyr er ekki í lsgi með manninn ?? Finst þetta nú ansi skrýtið verð ég að segja

Erna Friðriksdóttir, 14.2.2008 kl. 16:31

7 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Þið öll sem hafið tjáð ykkur um afdrif kisans, takk.....Ekkert hefur fréttst um afdrif hans ennnþá og ég er ekkert of vongóð um að hann sé á lífi, að hann hafi lifað af...heimilislaus, rammvilltur , svangur, kaldur og hræddur meðal ókunnugra...

Þó blundar sú von í huganum að kisinn hafi hitt einhverja góða húseigendur í Árbænum sem hafa veitt honum húsaskjól í kuldanum og gefið honum að eta...

Hvað mér finnst um leigubílstjórann sem tapaði kisa er ekki prenthæft... Að taka það litla verkefni að sér að flytja kisa í lokuðu búri frá Breiðholti í Kattholt, Stangarhyl 2 og klúðra því...Bigg time... og síðan hlaupa í skjól Hreyfils sem greynilega vill þagga málið niður...Hvað á ég meira um þessa ábyrgðarlausu aðila að segja.?

Guðrún Magnea Helgadóttir, 14.2.2008 kl. 19:09

8 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Heimasíða Kattholts, síðunnar sem ég vakta án árangurs er. http://www.kattholt.is

Ég hvet ykkur til að sjá heimilislausar, dásamlegar kisur þarna á heimasíðunni... Það er að sjálfsögðu ef þið eruð kisuvinir...

Guðrún Magnea Helgadóttir, 14.2.2008 kl. 21:58

9 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Erlingur..Ég er ekki að leita eftir kisu eða kettlingum... Einhvern veginn hefur það verið svo að kettir hafa alltaf höfðað til mín og hvar sem ég hef ferðast hafa þessir sérstöku einstaklingar þefað mig uppi, án þess að ég hafi óskað eftir því. í Frakklandi fyrir nokkrum árum þá dvaldi ég í sumarhúsi í tvær vikur..

Ég vaknaði snemma og opnaði húsið ásamt því að laga gott kaffi sem er ómissandi í morgunsárið...Kisurnar komu í morgunheimsókn...Ein og ein komu þær ...Í alskonar ástandi frá því að vera eineygar þrífættar og alheilbrigðar..Kisurnar vissu að morgunverðar-hlaðborðið fyrir þær yrði framreitt..þær voru orðnar rúmlega 30 á þessum tveimur vikum sem ég daldi þarna... Þegar ég fór þaðan þá skildi ég eftir pening fyrir íbúana til kaupa á minnsta kosti þurrfóðurs kisunum til handa...

Guðrún Magnea Helgadóttir, 19.2.2008 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

xxx

Höfundur

Guðrún Magnea Helgadóttir
Guðrún Magnea Helgadóttir
Byrjaði að blogga til að birta sannleikann í Geirfinnsmálinu. http://mal214.googlepages.com
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...009_1017077
  • ...009_1017076
  • ...009_1017075
  • DSC 0009
  • DSC 4476

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 99136

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband