Garðsláttur

Í hverfinu mínu er sem mér virðist vera fjöldi ofurmenna sem stilla sér upp fyrir sínar ektakvinnur og að loknum verkum í bílskúrunum fara þeir að slá hver á eftir öðrum, frá morgni til kvölds...Mér hefur oft verið spurn...Af hverju er sláttutíminn ekki samræmdur?
Þannig að allir geti slegið blettinn á sama tíma en ekki hver eftir annan?
mbl.is Garðsláttur á ókristilegum tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Skil þig vel. Man hvað ég pirraði mig oft yfir slætti á laugardags og sunnudagsmorgnum.  Það þarf að koma á samræmdum sláttutíma ekki spurning.  Kær kveðja til þín.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.6.2008 kl. 18:37

2 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Takk fyrir innlitið Ásdís. Vonandi skemmtirðu þér vel í sumarfríinu í Dan.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 26.6.2008 kl. 21:34

3 Smámynd: Landfari

Ég skil hvað þú ert að fara og þetta getur verið pirrandi enég held að lausnin felist ekki í "ríkissláttutímanum" eina og rétta.

Það gæti hinsvegar orðið þegar "ríkissvefntíminn" verður tekinn upp.

Það gæti hjálpað lögreglu við að handsama innbrotsþjófa sem ofar en ekki eru á ferðinni á þeim tíma sem líklegt er að komi til með að falla undir "ríkissvefntímann"

Af sjálfu sér leiðir að algerlega yrði bannað að slá á þeim tíma miðað við þær græjur sem í boði eru í dag.

Það er gæti orðið efriðara með "ríkisryksugutímann" Sumar ryksugur eru orðanar svo sjálfstæðar í dag að þær ryksuga þegar þeim sýnist, jafnvel þegar þú ert að reyna að sofa og eigandinn er kanski ekki heima til að grípa í taumana.

Landfari, 27.6.2008 kl. 16:56

4 identicon

Ég kommenta kannski seint hér, en ég pirra mig nú eiginlega á því að nágrannar mínir slá bara aldrei fjárans blettinn í kringum húsið. Ég fer oftast með hundshaus á endanum og slá "bara" í kringum mína íbúð þegar ég fæ mig fullsadda af of síðhærðu grasi.

Margrét Össurardóttir 3.7.2008 kl. 22:27

5 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Já efalaust yrði ég fúl ef grasið yrði ekki slegið... En að sláttutíminn sé frá klukkan 7 á morgnana til miðnættis finnst mér óþolandi...Ég sat úti í morgun og dásamaði Íslenskt sumar þar sem sól og hiti voru allsráðandi..klukkan var 8.30...Og lífið var dásamlegt...Þá heyrði ég í sláttuvél nágrannans sem sló blettinn sinn fyrir 10 dögum, friðurinn var úti og ég fór inn því ólíft var úti vegna hávaða frá sláttuvélinni.

Er ekki hægt að samræma slátturtíma ofurmennan?

Guðrún Magnea Helgadóttir, 4.7.2008 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

xxx

Höfundur

Guðrún Magnea Helgadóttir
Guðrún Magnea Helgadóttir
Byrjaði að blogga til að birta sannleikann í Geirfinnsmálinu. http://mal214.googlepages.com
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...009_1017077
  • ...009_1017076
  • ...009_1017075
  • DSC 0009
  • DSC 4476

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 99179

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband