Flóttamenn frá Íraq til Akraness

Hvernig væri að Íslendingar sendu peninga til Irak til að aðstoða flóttafólkið heima hjá sér og geta með því hjálpað fleirum í stað þess að flytja fjöldann allan af einstæðum mæðrum með börnin sín hingað um 30 manns... Og það til smábæjarins Akraness, en þar búa að ég held í það mesta 5000 manns. Að fá jafn stóran hóp af fólki af ólíkri menningu og tungumáli  í svo lítið sveitarfélag er vandasamara en ríkisstjórnin gerir sér grein fyrir.. Ég vil taka það fram að ég hef ekkert á móti þessu fólki en mér finnst að 300 milljónunum sem hefur verið sett í verkefnið væru betur nýttir í Irak en hérna á Íslandi...

Svo held ég að Akranes-kaupstaður hafi nægjanleg húsnæðisvandamál í félagslegakerfinu fyrir að ónefndu því að konurnar þurfa að fá aðstoð frá sveitarfélaginu um ókomin ár... 


mbl.is Fulltrúar flóttamannanefndar á leið til Íraks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Ágúst Ásgeirsson

Þú verður nú að passa þig á að skrifa svona. Núna ertu orðinn rasisti samkvæmt umræðunni á Akranesi síðustu vikur. Þeir sem hafa eitthvað við þetta flóttamannamál að athuga eru umsvifalaust stimplaðir rasistar. Jafnvel þó að fólkið vilji bara fá svör og útskýringar. En nei...þá er maður bara rasisti og mannvonskan uppmáluð.

Þannig að endilega fara varlega í svona ummæli 

Gunnar Ágúst Ásgeirsson, 7.6.2008 kl. 15:03

2 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Ég veit... En samt...Þetta er svo-fáviskuleg aðgerð að hálfu stjórnvalda að ég varð að tjá mig...

Guðrún Magnea Helgadóttir, 7.6.2008 kl. 15:19

3 Smámynd: Gunnar Ágúst Ásgeirsson

Alveg sammála þér. Það er gott og blessað að hjálpa fólki en maður má ekki gera það á kostnað þeirra sem þurftu hjálpina á undan. Það er fullt af fólki á Akranesi sem þarf hjálp frá sínum yfirvöldum en fær ekki. Og ég blæs á þau rök að þessar konur verði ekki á kostnað bæjarins í framtíðinni. "Þær verða ekki í félagslegu húsnæði". Nei þær leigja örugglega bara íbúðir á 100-150 þús af sjálfdáðum. "Þær fara út á vinnumarkaðinn" Hvaða vinnumarkað? Á bágt með á trúa því að t.d Norðurál fari að ráða 60 einstæðar, erlendar mæður í vinnu. Aðra vinnu er ekki að hafa eftir að HB Grandi fíflaði bæjarbúa.

Þessi ákvörðun bæjaryfirvalda á Akranesi er illa ígrunduð og er tekin með hjartanu en ekki höfðinu. Og það kann ekki góðri lukku að stýra í pólítík 

Gunnar Ágúst Ásgeirsson, 7.6.2008 kl. 15:28

4 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Ég held að sveitarfélögin hafi í næstu kreppuframtíð næginleg verkefni án þess að bæta við þau frá ÚTLANDINU...T.d. Hérna í Reykjavík eru fleiri hundruð manns á biðlista eftir félagslegu húsnæði, sem eru undir lámarkslaunum og fá ekki keypt húsnæði...Einhversstaðar þarf fólkið að búa. Svo er spáð samdrætti á vinnumarkaði...

Guðrún Magnea Helgadóttir, 7.6.2008 kl. 15:49

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er vandamál sem vont er að leysa þegar bæði hugur og hjarta berjast um lausnina.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.6.2008 kl. 16:03

6 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Við sem styðjum flóttamenn ættum í þessu tilfelli að senda peninga til hjálpar þeim í stað þess að flytja þá til landsins...

Guðrún Magnea Helgadóttir, 7.6.2008 kl. 17:09

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já nú er vissara að passa sig, í þessu máli  má ekki viðhafa eðlileg skoðanaskipti, það á að samþykkja allt umræðu- og gagnrýnislaust svo maður fái ekki á sig stimpil.   

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.6.2008 kl. 02:05

8 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Ég kann augljóslega ekki að passa mig. Ég er þeirri áráttu haldin að þegar eitthvað " Bitastætt". ber á góma , þá verð ég að tjá mig..

Guðrún Magnea Helgadóttir, 11.6.2008 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

xxx

Höfundur

Guðrún Magnea Helgadóttir
Guðrún Magnea Helgadóttir
Byrjaði að blogga til að birta sannleikann í Geirfinnsmálinu. http://mal214.googlepages.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...009_1017077
  • ...009_1017076
  • ...009_1017075
  • DSC 0009
  • DSC 4476

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 99842

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband