Gömul óupplýst Íslensk morðmál!

Er núna komið að því að Íslensk lögregluyfirvöld verði rannsökuð varðandi aðild af þeirra hálfu á hvarfi Geirfinns og Guðmundar Einarssonar sem hurfu sporlaust árið 1974 og hafa aldrei komið framm...Umfangsmikið sakamál ,,Geirfinnsmálið" var höfðað á nokkur ungmenni og þau pyntuð af lögreglunni til að játa á sig morðin á þeim horfnu án þess að þau gætu sagt hvar líkin af horfnu væru niðurkomin... Skelfileg staðreynd sem hefur lengst af verið þögguð niður af hálfu yfirvaldssins og stjórnvöld ekki vilja viðurkenna að dómsmorð hafi átt sér stað með að dæma krakkana fyrir morði án fullra sannana...Hvernig væri að Geirfinnsmálið yrði endurupptekið og sannleikurinn fengi loksins að koma í ljós?

 

 


mbl.is Handteknir vegna 21 árs gamals morðmáls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulduheimar

Ég ætla nú ekki að setjast í neitt dómarasæti en þetta með að Geirfinnsmálið sé óupplýst er nú orðið dálítið þreytt. Ég veit ekki betur en að Hæstiréttur hafið komist að niðurstöðu í málinu og það sé upplýst. Og ég veit heldur ekki betur en að þegar farið var fram á endurupptöku þess hafi því verið hafnað þar sem ekkert nýtt var komið fram sem máli skipti. Svolítið fáránlegt þegar einhverjir "leikmenn" þykjast vita betur en þeir fagaðilar, lögfróðir og lærðir, sem hafa farið yfir málið. Svolítil svona Fox Mulder lykt af þessu eitthvað.

Hulduheimar, 21.4.2008 kl. 19:04

2 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Líkin til sönnunar morðanna hafa ekki ennþá verið fundin...Geirfinnsmálið er óupplýst morðmál þrátt fyrir að dæmt hafi verið í málinu..Hvað er að vera ,,Fagaðili" í óupplýstu sakamáli?

Guðrún Magnea Helgadóttir, 21.4.2008 kl. 19:23

3 Smámynd: Landfari

Guðrún, hvernig tengist þú þessu Geirfinnsmáli?

Landfari, 21.4.2008 kl. 20:30

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Bara að fylgjast með innlitskvitt 

Ásdís Sigurðardóttir, 21.4.2008 kl. 20:45

5 Smámynd: Hulduheimar

Þó lík finnist ekki er ekki þar með sagt að glæpur hafi ekki verið framinn. Geirfinnsmálið er ekki óupplýst, það er búið að dæma í því í Hæstarétti. Sem er hæsta dómstig á Íslandi. Punktur. Og það hafa ekki komið fram neitt nýtt í málinu sem kallar á endurupptöku þess. Hins vegar getur fólk auðvitað leikið sér með allskyns samsæriskenningar og draugasögur. En eins og sagði þá finnst mér þetta röfl um að hneyksli í Geirfinnsmálinu afar ótrúverðugt röfl. Mér finnst bara miklu trúlegra að Hæstiréttur hafi haft rétt fyrir sér. Treysti þeim rétti betur en einhverjum samsæriskenningasmiðjum út í bæ.

Hulduheimar, 21.4.2008 kl. 23:02

6 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Geirfinnsmálið það gamla er óupplýst...Hvað varð um þá Guðmund og Geirfinn? Hvernig voru þeir drepnir og hver banaði þeim? hvar voru þeir dysjaðir? Ósvaraðar spurningar...Málið er óupplýst...

Þú sem skrifar frá Hulduheimum...Íslensk lögregla er í þeirri sérstöku aðstöðu að fá að rannsaka eigin mál og hún hefur ekkert rannsakað af þeim upplýsingum sem hún fékk sem hefðu haft afgerandi áhrif á endurupptöku málsins...Þannig að ,,Ekkert nýtt hefur komið framm sem máli skipti".

Ég vil að þið sem skrifið athugasemdir inn á bloggið mitt skrifi undir eigin nafni og engu öðru. Nafnlausum svara ég ekki frekar.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 21.4.2008 kl. 23:53

7 Smámynd: Anna

Það er hægt að lesa allt um þetta mál á Google ef fólk veit ekkert um það.

Anna , 23.4.2008 kl. 04:16

8 Smámynd: Anna

Þar stendur greinilega að maður var sóttur til þýskalands til þess að upplýsa málið og hann sagði þegar hann kom heim til þýskaland að fór til Íslands til þess að bjarga ríkisstjórnin.

Anna , 23.4.2008 kl. 04:19

9 Smámynd: Anna

Hvað átti hann við með þeim orðum???

Anna , 23.4.2008 kl. 04:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

xxx

Höfundur

Guðrún Magnea Helgadóttir
Guðrún Magnea Helgadóttir
Byrjaði að blogga til að birta sannleikann í Geirfinnsmálinu. http://mal214.googlepages.com
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...009_1017077
  • ...009_1017076
  • ...009_1017075
  • DSC 0009
  • DSC 4476

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband