Með svartan hökutopp

Við... búum saman Birta og ég...Kona með kött eða þannig... Við höfum búið tvær saman síðan Skuggi kvaddi á Dýraspítalanum í Víðidal þann 19. nóvember sl...Skuggi var sonur Kisu og var bróðir eftirlifandi systur sinnar Birtu...Ég ætla ekki að tala neitt um fyrrverandi kattarhald..Ég hef bloggað um það áður... Núna ætla ég að skrifa um ótrúlega reynslu mína í samskiptum við borgaryfirvöld vegna vegalausra dýra sem reyna að leita sér skjóls hjá okkur vanmáttugu mannfólkinu...Fyrir um hálfum mánuði tók ég eftir því að Birta vældi í sífellu við útihurðina og réðst jafnvel á hana með slíku offorsi að ég hélt að gluggi við hlið útidyranna brotnaði..Ég vildi sjá hvað olli þessum látum Birtu og sá ....Að úti á stéttinni sat Kisi...Svartur og hvítur...Áþekkur kisunni í MS auglýsingunni sem ætlar mjólkinni sérstakan stað í ískápnum... Nokkru áður en þetta varð þá hafði ég sett sorppoka út á stétt og ætlaði að láta pokann í sorptunnuna þegar ég færi næst út úr húsi...Það var frost og kuldi og ég sá kött reyna að komast í ruslapokann...Hann hafði rifið plastið í pokanum og var kominn í umbúðir sem innihéldu bein og skinn kjúklingaleggja sem ég hafði úrbeinað...Þá sá ég að þessi köttur hafði villst og vissi ekki hvar eigendur hans byggju...Hann vissi ekki hvernig hann mætti rata heim...Ég hætti við að fara niður í Smáralind, fór í eldhússkápinn og fann Viskas kattarmat 400 gr. sem ég opnaði í flýti og setti á disk...Ég sá kisuna gegnum útidyragluggann og opnaði dyrnar með varúð og jafnframt rétti ég diskinn í áttina til kisu og lét hann á stéttina...Að því loknu þá lokaði ég dyrunum...Svona voru samskipti kisunnar og mín. Hann át það sem ég setti út til hans og Birta mín mótmælti í sífellu með látum og kvæsi..Veðurspáin fyrir helgina var ekki gæludýravinholl svo ég hafði í annað sinn samband við Kattholt því ég vildi að kisinn kæmist í hús þar sem hugsað væri um hann og eigendur hans gætu fundið hann. Á vefsíðunni Kattholt.is er að finna fjöldann allan af köttum sem hafa fundist og eru villtir en auðvelt fyrir eigendur þeirra týndu að tilkynna hvarfi'...Og finna þá.... Fyrst reyndi ég að fá lögregluna til að flytja kisann á Kattholt en án árangurs...Þeir höfðu ekki bíla..Ekki vildu Kattkolts umráðendur heldur sækja kisann og bentu mér á meyndýraeyðir í síma 822-3710 sem vísaði mér í annað sinn á símanúmer í borgarþjónustunni 4111111 og skellti á... í þessu símanúmeri svaraði aðili sem sinntu villtum heimilisdýrum en sögðust ekki umkomin að flytja kisu á Kattholt...Ég hafði á þessum tímapunkti engin ráð önnur en flytja kisa sjálf í Kattholt...Ég hringdi í leigubílastöð Hreyfils..5885522 og bað um bíl...Ég setti kisa í gæludýraferðabúr...Bíllinn kom og ég bað bílstjórann að koma kisa á Kattholt í búrinu og ég sækti búrið seinna þangað....Kisi komst aldrei í Kattholt...Sigríður, Kattholts umsjónarmaður sagði mér að leigubílstjórinn hefði glatað kisa áður en hann kom í Kattholt...Leigubílstjórinn hjá Hreyfli sem tók við kisanum og fékk borgun fyrir að flytja hann í Kattholt...Hefur ekki haft samband við mig ...Eða gert eitthvað í þá áttina að kisinn finnist.

Ég var að sjá á heimasíðu Kattholts að Kisinn ónefndi sem leigubílstjórinn tapaði hefði fundist í Árbæjarhverfi þann 14. mai... Ekkert hefur glatt mig meira því ég taldi ómögulegt fyrir kött að hafa lifað af jafnkaldan og snjóaþungan vetur sem þennan síðastliðna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl. Þú varst aldeilis miskunnsöm við kisa en hvernig með leigubílsstjórann. Fór hann upp í Kattholt. Er gæludýrabúrið þar eða hleypti hann kisa út á miðri leið og er með búrið??? Verum í bandi.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.1.2008 kl. 10:45

2 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Rósa sæl. Kona á Hreyfli hringdi til mín eftir að hún hafði rætt við bílstjórann. Já ferðabúrið er í Kattholti...Kisi slapp úr búrinu á meðan bílstjórinn beið eftir að einhver kæmi til dyra þar á bæ...

Kona í Kattholti og bílstjórinn leituðu að kisa en hann var horfinn...Ég hringdi inn í símatíma á Útvarpi Sögu 99,4, í morgun og sagði söguna af kisa og vonbrigði mín að ég var ekki látin vita að hann var týndur...Ég vona að einhverjir úr hverfinu nærri Kattholti hafi heyrt samtal mitt við Arnþrúði útvarpsstjóra og svipist um eftir honum.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 29.1.2008 kl. 16:12

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl. Þessi kisi mun sennilega þá ekki banka hjá þér aftur og biðja um mat þar sem hann ratar ekki aftur til þín. Kannski einhver annar ræfill sem er svangur og veit að þarna á Miskunnsami Samverjinn heima.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.1.2008 kl. 17:29

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æ kisugreyið, það eru alltof margir sem hugsa illa um kisurnar sínar. Vona að þessi bjargist.

Ásdís Sigurðardóttir, 29.1.2008 kl. 22:13

5 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Ég vænti þess að einhverjir í Árbæjarhverfinu, í hylahverfinu hafi séð kisann og komi konum í Kattholt.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 30.1.2008 kl. 17:12

6 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Ég var að koma heim frá því að leita að kisanum...Ég gekk framm og til baka í hverfinu en án árangurs. Þar sem mjög kalt er úti þá óska ég eftir því að þeir sem búa í Árbæjarhverfinu svipist um eftir kisanum...Það er helst að gá undir tröppur og svalir, einnig líka í útskot þar sem skjól er að finna fyrir vindinum.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 31.1.2008 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

xxx

Höfundur

Guðrún Magnea Helgadóttir
Guðrún Magnea Helgadóttir
Byrjaði að blogga til að birta sannleikann í Geirfinnsmálinu. http://mal214.googlepages.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...009_1017077
  • ...009_1017076
  • ...009_1017075
  • DSC 0009
  • DSC 4476

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 99842

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband