Niðurrif eða ekki.

Búið var að gefa eigendum lóðanna leyfi til niðurrifs á lóðunum og jafnframt því samþykkja teikningar á verslunar og hótelbyggingu upp á fjórar hæðir. Viðbúið er að ef Menntamálaráðherra samþykkir beyðni Húsafriðunarnefndar að eigendurnir fari í skaðabótamál við ríki og eða borg og krefjist skaðabóta... Heyrt hef ég töluna frá 600 milljónum!Sú upphæð 600 milljónir og kostnaður við endurbyggingu litlu húsanna tveggja gerir þau afar dýran kost undir hverskonar starfsemi þaes, ef leigugjöld eiga að dekka kostnaðinn...Hverskonar starfsemi gæti staðið undir milljóna leigugjöldum mánaðarlegaBandit
mbl.is Skyndifriðun beitt á Laugavegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Helgadóttir

Bæturnar eru eitthvað sem eitt ríkasta þjóðfélag í heimi hlýtur að klára sig af - en þegar búið er að eyða menningarverðmætum er það óafturkræft og óbætanlegt tjón.

Guðrún Helgadóttir, 14.1.2008 kl. 17:09

2 Smámynd: Róbert Tómasson

Skil ekki þessa nostalgíu yfir einhverjum kofum sem hugsanlega eitthvað löngu látið fyrirmenni hefur gert þarfir sínar í.  Afhverju ekki að stíga skrefið til fulls, fjarlægja bárujárnið og endur reisa moldarkofana sem sennilega stóðu þarna fyrr og eru því að mínu mati rétthærri heldur en núverandi byggingar.  Landnámsbæina mætti síðan fylla með ferðaklósettum og leysa þar með ákveðið vandamál sem er áberandi í miðbænum um helgar, þannig mætti eins og einhver sagði " Slá tvær flugur í sama höfuðið."

Róbert Tómasson, 14.1.2008 kl. 19:20

3 Smámynd: inqo

laugavegurinn er einn ljótasti blettur á reykjavík. þar fer fram flestur sorinn sem á sér stað á íslandi. það þarf að taka virkilega vel til þar svo lífvænlegt verði.

ég hef aldrei orðið vitni að ofbeldi nema á þessarri götu, aldrei séð fleiri fulla eða dópaða en þar. mörg hús á laugaveginum eru prýði en ekki þessi hús. eru þessi hús menningararfi sem má ekki hrófla við eða bara úr sér gengið merki um ljóta og dapra byggingarlist?

hvað myndi gaudi segja?

inqo, 14.1.2008 kl. 19:47

4 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Nafna mín Helgadóttir: Ég veit ekki hvort fólk vill annað Grímseyjarferju-sukk og það vegna ónýtra kofa í miðborginni

Róbert og Ingólfur: Það var heldur seint í rassinn gripið fyrir Húsafriðunarnefnd með að koma framm með friðunartillögur eftir að lóðaeigendur höfðu byggingarleyfi og voru að hefjast handa á lóðunum...Það mætti athuga hvort fleiri kofar á Laugaveginum og Hverfisgötunni yrðu fjarlægðir vegna hræðilegs útlits...Svo eru þetta fúahjallar margir hverjir, sem brenna glatt ef kviknar í. Samanber húsin í Austurstræti sl. ár...

Guðrún Magnea Helgadóttir, 14.1.2008 kl. 21:59

5 identicon

Það á að rífa þessa kofa, sé ekki hvað er svona merkilegt við þetta drasl sem búið er að endurbyggja margoft og er gersamlega komið út úr kúinu í útliti frá uppruna þess. RÍFA ÞÁ!!

Margrét Össurardóttir 14.1.2008 kl. 22:57

6 Smámynd: Fríða Eyland

Nú verð ég að vera óssammál þér, vil friðun.

Fríða Eyland, 15.1.2008 kl. 04:24

7 Smámynd: Anna

600 milljónir að gera upp 2 kofa í miðbænum.  Nú er aldeilis smurt á. Þykkt er nú mjörið. Og hverir vilja fá þessa peninga í hendurnar?

Anna , 15.1.2008 kl. 15:41

8 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Jæja Fríða...Góðan daginn!

Anna Björg. Upphæðin er skaðabætur til eigenda lóðanna en er ekki heilög tala og yrði efalaust ekki lægri ef kofarnir yrðu friðaðir...

Guðrún Magnea Helgadóttir, 15.1.2008 kl. 18:32

9 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Allir hlutaðeigandi búnir að hafa nógan tíma til að ákveða friðun, þetta uppþot nú er týpiskt íslenskt. Menn eiga að standa við orð sín ekki satt í staðinn fyrir að bakka og sitja uppi með milljóna tjón v. skaðabótakrafa.

Erna Bjarnadóttir, 16.1.2008 kl. 08:53

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Guðrún Magnea mín, minjar eru aldrei drasl, ef byggt verður hótel þarna
Þá getum við bara gleymt því að byggja upp miðbæinn.
Sást þú ekki silfrið á sunnudaginn? ef ekki getur þú horft á það á
Torfusamtökin .is þar er afar fróðlegt spjall við hann Sigmund.

                                Kveðja Milla.
 

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.1.2008 kl. 11:11

11 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Sæl Milla. Jú ég horfði á Silfrið á sunnudaginn, mjög áhugaverð rannsókan Sigmundar á stórborgum og kjarna þeirra. Ég hef aldei dáðst að stórhýsum allsstaðar sem eru eins og hamraborgir mörg hver.

En varðandi litlu húsin(draslið), á Laugaveginum: Húsfriðunarnefnd kom alltof seint inn í málið, þá voru eigendur lóðanna búnir að fá leyfi frá skipulagsnefnd og teikningar samþykktar að byggingu verslunarhúsnæðis og hóteli á staðnum...Að fá annað Grímseyjarferju-sukk, skaðabætur upp á eftil vill 600 milljónir fyrir okkur borgarbúa að borga er að mínu mati út úr öllu korft...

Guðrún Magnea Helgadóttir, 16.1.2008 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

xxx

Höfundur

Guðrún Magnea Helgadóttir
Guðrún Magnea Helgadóttir
Byrjaði að blogga til að birta sannleikann í Geirfinnsmálinu. http://mal214.googlepages.com
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...009_1017077
  • ...009_1017076
  • ...009_1017075
  • DSC 0009
  • DSC 4476

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband