Kisa

Kisa, kom inn um gluggan þegar ég lá uppi í sófa og horfði á sjónvarpið.... Þetta var í aprílmánuði 1998. Þar sem ég bý í kisu-hverfi þá var ég vön þesskonar heimsóknum og lét mér fátt um finnast, Kisa færi eftir stutta stund...
Kisa beið og eftir stutta stund þá fann hún sér stað milli blómapottanna á sólbekknum og hreyfði sig ekki. Ég horfði áfram á sjónvarpið og að þvi loknu fór ég að sofa, en ákvað að hafa gluggann opinn fyrir Kisu að heim til sín...
Morguninn eftir fann ég Kisu inni á baðherbergi og ég hugsaði að hún væri eftil vill þyrst og hefði verið að leita að vatni til að svala þorstanum...
Til að gera langa, mjög langa sögu stutta þá varð Kisa heimilisföst hjá mér, hún kom bara og ákvað að þetta yrði heimili sitt...
Endurbætur í húsinu með hverskonar hljóðum svo sem sögunar og borhljóðum ærðu Kisu úr hræðslu eftir að hún gaut fjórum dásamlegum kettlingum á Jónsmessunótt þann 24. júní 1998. Kisa vildi forða afkvæmum sínum frá hávaðanum sem hún hélt að væri háski fyrir þau og jafnvel sjálfa sig...Eftir mörg símtöl við Kattholt og Dýraspítalann og að hafa gefið Kisu róandi lyf án árangurs...Þá var einungis eitt ráð eftir... Kisa sofnaði ásamt tveimur kettlingunum á spitalanum
Ég og yngsti sonur minn gátum ekki hugsað okkur að öll kisufjölskyldan hyrfi bara sí svona svo við tókum að okkur að koma þessum tveimur eftirlifandi á legg en þá voru þeir einungis 10 daga gamlir og ennþá ekki farnir að sjá... Til að halda hita á kettlingunum sem við skírðum Birtu og Skugga, setti ég þá í pappakassa upp á sófaborð í stofunni og flutti mig á sófann næst þeim ásamt vekjaraklukku.
Í hönd fór tími pelagjafa á tveggja tíma fresti allan sólarhringinn og líka þurfti ég að tappa af þeim þvagi eins og móðirin gerir, ból kisunnar er alltaf hreynt.
Þann 23 febrúar sl. kom Skuggi til mín í sitt hádegisklapp... enn, hann gat ekki litið upp og var skakkur og snúinn, MÉR BRÁ YLLILEGA. Hvað hafði komið fyrir???
Eftir myndatökur og alskonar rannsóknir var úrskurðað að Skuggi væri með sykursýki á háu stigi, einnig eru álitamál um að hann sé með hvítblæði... Það var jafnframt þynnt í honum blóðið til að létta á. Þetta var í febrúar og núna er kominn 17. nóvember
Skuggi er hættur að geta gengið en....Hann borðar vel og malar mikið þrátt fyrir erfiið veikindi. Ég get ekki ákveðið mig hvort ég held svona áfram með hann....Eða?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Úff alltaf  erfitt að ákveða örlög gæludýra sinna, ef þau þjást.... ja hver og einn verður að vega og meta hvað hann treystir sér til að gera. Annars, bestu kveðjur.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 18.11.2007 kl. 00:02

2 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heil og sæl Guðrún.

Tek undir með Hrafnhildi þú verður að ákveða þig sjálf um framhaldi og hvað lengi er hægt að vera með dýr sem orðið er veikt. Þá er þessi spurning er verið að gera dýrinu gott með þessum þjáningum eins og þú lýsir. Það verður þú að ákveða sjálf ég veit að sorgin og söknuður verður mikil.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 18.11.2007 kl. 14:05

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það verður sárt núna og jafn sárt eftir mánuð, þú verður að meta hvernig honum líður vininum.  Gangi þér vel vina mín.

 Cat 14 

Ásdís Sigurðardóttir, 19.11.2007 kl. 01:15

4 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Ég kvaddi Skugga í eftirmiðdaginn í gær....

Guðrún Magnea Helgadóttir, 20.11.2007 kl. 16:02

5 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Seinasta kveðjan var erfið...Jafnvel erfiðari en ég hafði getað ímyndað mér að yrði... Fyrri sprautan sem Skuggi fékk var svæfingarsprauta svona eins og dæmdir glæpamenn fá á undan sjálfri dauðaprautunni....... Þar sem Skuggi var stór einstaklingur sofnaði hann seint... Svefningarlyfið fór illa í hann og eftir nokkra stund þá kastaði hann upp... Ég sá hvað verða vildi og fjarlægði gubbuna... Eftir litla stund þá þá sá ég að honum leið betur og þá setti hann andlitið á sér við andlitið á mér .....Ég þakkaði honum fyrir allar ánægjustundirnar sem hann hafði gefið mér og ég þakkaði honum fyrir að hafa gert mig að betri manneskju í viðskiptum við hann.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 21.11.2007 kl. 18:33

6 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Dauðasprautan sú seinni birtist....Ég spurði dýralækninn ...Hvað næst... Hann svaraði lyfi er sprautað í hjartað og dauðinn tekur fljótt við...Ég er að fríka úr bókstaflega nánast hrópaði ég... ég get ekki þolað þetta... Við ráðleggjum aðstandendum að fara framm og vera þar uns aftakan er um garð gengin....Þú getur síðan kvatt Skugga að því loknu...

Svo varð sem varð...Ég get ekki hætt að hugsa um endanlegan dauða Skugga míns sem ég elska svo mikið og ég get ekki sætt mig við að dauðnn sé svo miskunnarlaus. Ég er í sorg sem fáir skylja nema þeir sem hafa reynt. Skuggi var einstakur einstaklingur með...Mannsál!

Guðrún Magnea Helgadóttir, 22.11.2007 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

xxx

Höfundur

Guðrún Magnea Helgadóttir
Guðrún Magnea Helgadóttir
Byrjaði að blogga til að birta sannleikann í Geirfinnsmálinu. http://mal214.googlepages.com
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...009_1017077
  • ...009_1017076
  • ...009_1017075
  • DSC 0009
  • DSC 4476

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 99235

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband