Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Á morgun þann 28 apríl 2007

Á morgun þann 28 apríl verð ég sextíu ára! Húrra fyrir góðri heilsu á efri árum. Ég fer yfirleitt á fætur upp úr sjö á morgnana og efalaust fer ég fætur á sama tíma á morgun. Eftir umþb 20 mínútna lyftingar verð ég orðin eilítið sveitt og fer í sturtu. Eftir sturtuna borða ég morgunmatinn en hann tel ég vera mikilvægustu máltíð dagsins og borða þá fituskert kjöt steikt á stikkfrírri pönnu þar sem ég þarf enga fitu að nota og helling af grænmeti. Að loknum morgunverði klæði ég mig í vindheldan útigakkan og bind hárið í stert undir einhverja af derhúfunum sem ég hef keypt á heimshornaflakki mínu. Útivera er mér í blóð borin enda fædd í sveit og vön hverskonar úti vinnu og útiveru.
Í eftirmiðdaginn kveiki ég á útigrillinu og grilla sjávarfang, humar , með humrinum er ofurgott að dreypa á hvítvínsgnasi.

Að blogga undir fullu nafni!

Á mörgum blogg vefjum hefur fólk komist upp með það að skrifa undir dulnefni sem hver á að taka mark á?
Á blogginu hérna á mbl.is ,sé ég fólk skrifa undur fullu nafni og mér finnst það vera alveg frábært. Við eigum að bera fulla ábyrgð á því sem við skrifum og ef einhver fer yfir markið og veldur saklausum einstaklingi eða fólki miska með óréttlætanlegri níð þá á að vera auðvelt fyrir viðkomandi sem telur á sér brotið að leita réttar síns.

Vatnalög, að vatnið okkar fari í eigu fárra einstaklinga eins og fiskveiðikvótinn

Ég hef ferðast um heiminn vítt og dreift og séð hvernig vatnið verður ávallt númer eitt í fæðukeðjunni og hreint drykkjarvatn verður sífellt verðmætara og á efalaust eftir að sigra í vinsældarkeppninni um málma á borð við kopar, silfur og gull.Frjálslyndir hafa forðast umræðuna um vatnalögin þar sem fáir útnefndir vinir ríkisstjórnarinnar geta fengið auðveldan pening með því að hafa einkaaðgang að öllu ferskvatni hérna á Íslandi. Hvað meina Frjálslyndir með því að vilja endurheimta fiskveiðiheimildir þjóðinni til handa og hvað meina þeir með því að vilja vernda innflutt vinnuafl til landsins?

Björn Bjarnason og ég!

Það sem við Björn Bjarnason Dómsmálaráðherra og ég eigum sameiginlegt er að við eigum heimasíður sem enginn kemst inn á nema við sjálf. Slóðin á heimasíðu Björns er. http://www.bjorn.is og er virk. Slóðin á heimasíðu minni er. http://mal214.googlepages.com en hefur verið afvirkjuð á mbl.is bloginu.
Að mínu mati klaufalegur ritskoðunarvilji umsjónarmanna bloggsins.

Blóm og kransar afþakkaðir.

Þann 28. apríl verð ég sextíu ára , ef Guð lofar. Í tilefni á þeim merka áfanga lífs míns afþakka ég öll blóm og kransa.
En ef einhver ykkar vill og þorir og vill leggja mér lið við að koma sannleikanum á framfæri og krefjast rannsóknar á sakamálunum sem ég rakti í grófum dráttum í bréfi til allra alþingismanna dagsettu 4. nóvember 2003 og setti á heimasíðuna. http://mal214.googlepages.com, Þá yrði það hin fullkomna afmælisgjöf til mín. Þá áynnist í það minsta tvennt: Sannleikurinn í Geirfinnsmálinu kæmi í ljós og ég losnaði loksins frá því að vera vitni í alvarlegasta og umdeildasta sakamáli á Íslandi á seinustu öld.
En það er ykkar að ákveða hvað þið viljið eða þorið að gera, um það get ég engu ráðið en ég óska samt eftir aðstoð ykkar við að koma sannleikanum á framfæri.
Hérna á blogginu eru alþingismenn sem fengu bréfið frá mér en hafa ekki svarað því...Eða krafist rannsóknar á glæpamálunum....Ennþá.
Bestu kveðjur frá mér til ykkar allra.

Bloggið

Eiga þeir sem ekki eru þekktir í umræðunni ekki kost á því að fá að birtast á aðalblogginu?

Réttur utanaðkomandi

Móðir mín fædd 1920 kinntist flóttakonu frá Þýskalandi sem var fædd 1930. Þar sem mamma mátti ekkert aumt sjá þá bauð hún flóttakonunni að búa hjá sér en hún eignaðist dóttur í júlí 1952. Mamma mín átti þá þrjú börn, bróðir minn og mig fædd 1943,1947 og systur fædda 1951.
Faðir minn lést í apríl 1983 og mamma í febrúar 2004. Eftir lát föður míns gáfum við eftirlifandi afkomendur pabba mömmu setu í óskiptu búi þar sem engir utanaðkomandi gerðu kröfu í dánarbúið. Mamma lést í febrúar 2004 og þá kemur sú þýska loksins framm og lýsir föður minn föður að dóttir sinni. Dna sýna var krafist til að sannreyna faðurernið og sýndi það skyldleika með dóttir þeirra þýsku og okkar afkomendum foreldra minna. Bróðir föður míns var ástfanginn af þeirri þýsku og það var alltaf álitið að hann væri faðir dóttir þeirra þýsku.... Af hverju eru börn ekki feðruð við fæðingu og það látið duga. Í staðinn fyrir að rústa sálarlífi einstaklinga sem vilja eiga minningar foreldra sinna óskarðaða.

Fermingarveislur og innflytjendamál

Við sem erum afkomendur frumbyggja Íslands lítum að sjálfsögðu á landið okkar sem okkar heimaland sem við elskum og virðum.... Mér hefur svo oft komið til hugar að unga fólkið ætti að fá fræðslu um hvernig umheimurinn lítur út og þessvegna ættum við að sýna börnum okkar hvernig aðrar þjóðir búa að löndum sínum. Seinasti Kompássþáttur, sýndur á stöð 2 þann 1. apríl frá lífsháttum Mongolíubarna ætti að vekja okkur í það minnsta til umhugsunar um að lífsbaráttan getur verið erfið jafnvel fyrir börn og unglinga, það er ekki sama hvar á jörðinni við erum fædd lífskjör okkar fara eftir föðurlandi viðkomandi einstaklings.
Við hérna á Íslandi erum heppin að hafa fæðst hérna ,,Þar sem smjör lekur af hverju strái". Jú við erum einhver ríkasta þjóð heimsins. Innflytjendaumræðan ætti að ýta við okkur og til þess, í það minnsta að við færum út í hinn stóra heim með börnin okkar og kinntum þeim umheiminn. Við ættum að ferðumst á almennu farrými og gista á venjulegum hótelum víðsvegar.
Stjórnmálamenn okkar ferðast á Saga class og gista á 5 stjörnu hótelum hitta ráðamenn viðkomandi landa og komast ekki nálægt fólkinu sem býr í landinu.
Það sem ég hef til málanna að leggja er eftirfarandi:
Í staðinn fyrir ýburðarmiklar fermingarveislur þá bjóðið þið fermingarbörnunum í ferðir til fjarlægra staða þar sem þau sjá raunveruleika heimsins. Ég get lofað ykkur að sú ferð borgar sig.

Að ná háum aldri og láta sér líða vel!

Ég fór fyrir rúmum áratugi síðan að spá í hversu lengi ég myndi lifa og hvernig heilsa mín yrði í framtíðinni ef ég gerði ekki neitt varðandi reykingar, matarvenjur svefn og hreyfingu.... Ég byrjaði á því að hætta að reykja og í framhaldinu þá skipti ég um matarræði til að fitna ekki. Aðalfæða mín í dag er grænmeti og ávextir, fiskur og einstaka sinnum kjúklingakjöt. Sl. Sumar lagði ég Reykjavík að fótum mér, Ég gekk og skokkaði út um allt.... Mér hefur aldrei liðið betur... Í apríl nk. þá held ég upp á 60 ára afmæli mitt, ég hitti ykkur ef til vill á göngu í Elliðaárdalnum í vor , sjáumst

Hvað varð af umsögninni um íslenskt forræði á íslenskum fíklum.

Forræði á fíklum!!! Hveær lokum við matvöruverslunum vegna ofáts matarfíkla?

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

xxx

Höfundur

Guðrún Magnea Helgadóttir
Guðrún Magnea Helgadóttir
Byrjaði að blogga til að birta sannleikann í Geirfinnsmálinu. http://mal214.googlepages.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...009_1017077
  • ...009_1017076
  • ...009_1017075
  • DSC 0009
  • DSC 4476

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband