Loksins að fara í almennilegt frí!

KissingÉg er á förum til fjarlægra landa, finna þar og svo frv...eins og stendur í kvæðinu. Keypti flugmiðann í dag.

Ég er á förum til Austurlanda í byrjun september og hyggst snúa til baka í byrjun mai 2009... Ég hlakka til að geta útilokað mig frá íslenskri þjóðfélagsumræðu sem gerir hvern og einn í það minnsta gráhærðan ef þá ekki snarillan að minnsta kosti...Ég ætla að njóta lífsins í  Chaing Mai í Thailandi, en ég hef tölvuna meðferðis svona til að fylgjast endrum og eins með ykkur ágætu bloggvinir hversu ágengt ykkur verður að koma brennandi málefnum líðandi stundar upp úr forugum hjólförum stjórnvaldssins hérna á Íslandi. Gangi ykkur allt í haginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá frábært hjá þér Guðrún, þetta verður efalaust frábær ferð hjá þér. Hlakka til að lesa um ferð þína sem ég vona að þú bloggir um. knús á þig mín kæra

Margrét Össurardóttir 8.7.2008 kl. 21:15

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Flott hjá þér. Vona að ég eigi eftir að koma til Tælands einhvern tímann.

Guð blessi þig og varðveiti.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.7.2008 kl. 21:35

3 Smámynd: Anna

Æðislegt það er víst svo ódýrt að búa þar. Kannski maður skrepi í heimsókn. Hvar verður þú í Tiland.

Anna , 9.7.2008 kl. 17:09

4 Smámynd: Anna

Þú er búin að berjast mikið fyrir réttlæti í sambandi við Geirfinnsmálið. Alþjóð veit að 5 menningarnir voru og eru saklausir. Ástæðan fyrir því að ríkisvaldið vill ekki opna þetta mál er út að því að það hefur eitthvað að fela um hvað var í gangi um þann tíma 1974 þegar Geirfinnur hvarf. Og það vill ekki opna málið þess vegna.

Þýski maðurinn hann Karl Schutz sem kom til Íslands á þessum tíma sem átti að leysa málið sagði þegar hann kom aftur heim til þýskalands að hann hafi bjargað Íslenska Rikisstjórnini. Einnig sagði hann að meðferð sakborninga hafi minnt sig á blómatíð nasismans í Þýskalandi.  Ólafur Jóhannesson var þá Fosetisráðherra. Það er nú það.

Anna , 9.7.2008 kl. 17:32

5 Smámynd: Anna

Einnig segir her á netinu að Hallvarður Einarsson hvatti lögreglumenn og farngaverði til að beita sakborninginga í G G. málinu harðræði og tók virkan þátt í því sjálfur. Hafði af því unun. Sævar Ciesielski segir að hann hafi m.a. þvingað sig til bera sakir á svonefnda Klúbbmenn og hótað að ella,, fengi hann að rotna ævilangt í amerísku öryggisfangelsi. Orð rétt frá Sigurfreyr Jónssyni. Á netinu.

Anna , 9.7.2008 kl. 17:43

6 Smámynd: Anna

Þessar frásagnir og netinu um GG málið sýna að Ríkisvaldið og Dómskerfið var spilt 1974.

Anna , 9.7.2008 kl. 18:04

7 Smámynd: Anna

Davið Oddsson sagði á þingi fyrir alþjóð að hann ætlaði að opna Guðmundar og Geirfinns málið en hann stóð ekki við sín orð. Var honum hótað eða var hann hræddur við að gera það...

Anna , 9.7.2008 kl. 18:17

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Magnað !!!!! njóttu vel og lofaðu okkur að fylgjast með

Ásdís Sigurðardóttir, 9.7.2008 kl. 23:54

9 Smámynd: Anna

Guðrún! Hvernig væri nú að fjölmiðlar tækju nú sig til og athuguðu hvessu mörg mannréttindarbrot voru framin á 5 sagborningunum í Geirfinnsmálinu. Sævar Ciesielski ætti hispurslaust að fara með þetta mál til útlanda í fjölmiðla þangað. Guðrún við ættum að stofna félag um málið.

Anna , 10.7.2008 kl. 13:44

10 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Anna Björg.

Af hverju kærir þú ekki málið? Það er nauðsynlegt að fá sannleikann uppá borðið. Þessi ungmenni voru saklaus. Það vita allir mennskir menn.

Guð veri með þér

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 10.7.2008 kl. 13:54

11 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Já Anna Björg. Ég álít mig mikinn mannvin og þoli ekki hverskonar óréttlæti í hvers konar tilgangi...Það með að sakborningarini í Geirfinnsmálunu voru pyntaðir til að játa á sig morðin á þeim Geirfinni og Guðmundi Einarssonum er ofar mínum mannlega skylningi...

Jú fólk er einatt heilaþvegið og verður samdauna þjóðfélagsumræðunni þegar stór mál eru uppi í umræðunni, svo varð einnig um Geirfinnsmálið...

Hvernig væri núna að þú kærðir það sem ég hef haft um Geirfinnsmálið að segja á heimasíðu minni. http://mal214.googlepages.com og krefðir dómsmálaráðherra um rannsókn á Markarflöt 11 Garðarbæ...Sem sagt að þú kærðir málið ???

Guðrún Magnea Helgadóttir, 10.7.2008 kl. 15:57

12 Smámynd: Anna

Allt í bí gerð stelpur mínar. En við þurfum að standa saman og fá alþjoð með okkur niðra á alþingi. Hópur fólks er nýbúið að vera þar og mótmæla um annað mál.  Eruð þið búnar að skrifa undir undirskrifta söfnum sem ég er með á netinu??? Sem fjallar um það hvor almeningur vilju að sakborninga 5 seu hreinsaðir af Guðmundar og Geirfinnsmálinu.

Anna , 11.7.2008 kl. 10:26

13 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Anna Björg.

Fyrst leggur þú fram kæru og síðan er hægt að safna undirskriftum og þegar málið verður tekið fyrir er hægt að þramma niður á Alþingi eða hvert sem er.

Baráttukveðjur/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.7.2008 kl. 10:31

14 Smámynd: Anna

Einnig vil ég hvetja fólk til að lesa á netinu ummæli Sigurfreys. Undir nafninu Geirfinns og Guðmundamál. Farið inn á google first og setið in Geirfinns og Guðmundarmál til þess að finna réttu greinina. Það eru 883 um ummæli þessa máls og er ég buin að lesa hver og einasta. Einnig er málið á enski undir Ciesielski á google. Og eru lögfræðingar erlendis að skoða þetta mál núna.

Anna , 11.7.2008 kl. 10:32

15 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl aftur.

Gangi þér vel með þetta allt og aldrei að vita nema að við hjálpum þér þegar þú ert komin á stað með málið en þetta er jú þér skylt en ekki okkur.

Baráttukveðjur/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.7.2008 kl. 10:35

16 Smámynd: Anna

Þú er aldeilis baráttu kona. Flott mál. Því fleiri þvi betra. Bubbi hefur nu samið ljóð um Sævar fáum hann með. Og ég hef ýmsa aðra sem hafa stutt Sævar Ciesielsi í barráttu sinni.

Anna , 11.7.2008 kl. 10:59

17 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl aftur.

Drífðu þá í að kæra, það er byrjunin. Þá fyrst fara hjólin að snúast.

Baráttukveðjur/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.7.2008 kl. 12:37

18 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Sjáðu til Anna Björg...Hlustaðu á Rósu ef þú vilt ekki hlusta á mig...Þú verður að kæra rannsókn á dysi Geirfinns til Dómsmálaráðherra... Að safna saman liði...Og til hvers? ...?

Þar sem Geirfinnsmálið varðar fjölskyldu þína þá ert þú aðili að málinu og getur lagt fram kröfu um rannsókn á ábendingum mínum varðandi hvar lík úr Geirfinnsmálinu var dysjað...Ég hef eytt 10 árum í að koma framm með sannleikann hvað varð um Geirfinn...Ef það dugar þér ekki þá veit ég ekki hvað dugar fyrir þig.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 11.7.2008 kl. 17:07

19 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég vona að hið sanna komi í ljós varðani Guðmundar og Geirfinnsmálið.  Það er búið að þrengja svo að þessum mönnum að þeir hafa ekki meiri krafta til að berjast einir. Ég áttaði mig ekki á því hvað þetta mál er svakalegt fyrr en eftir að Guðjón kom út og flutti til Danmerkur. Menn hafa hreinlega soðið saman einhvern "pakka" til að loka málinu, ég er sannfærður um það. 

Sigurður Þórðarson, 13.7.2008 kl. 16:21

20 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Til þess að sannleikurinn komi í ljós þarf að rannsaka málið! Spillt lögregla fær alltaf vernd frá spilltu stjórnvaldi, þessvegna er ekki við neinu góðu að búast af hálfu stjórnvaldsins...

Breiðavíkurmálið hefur loksins orðið upplýst en ríkisstjórnin hefur dregið að bæta þeim sem brotið var þar á bætur í þeim tilgangi að létta þeim áframhaldandi líf...Þessir einstaklingar hafa ekki notið réttlætis í kerfinu...eða þeir einstaklingar sem voru vistaðir á Kumbaravogi...

Íslenskir stjórnmálamenn og ráðherrar hafa einir getað ákveðið laun sín og eftirlaun og Sleykja út um bæði munnviki, því embættin og launin eru þeirra....

Dómsmorð er það alversta morð sem hægt er að fremja, en dómsmorð frömdu allir Hæstaréttadómarar þegar þeir dæmdu 5 ungmenni í samtals 60 ára fangelsi fyrir...Ósannaðan glæp sem þau voru saklaus af...Ekki að furða að stjórnvöld hafi setið hljóð hjá og ekki tjáð sig vegna sendibréfsins sem ég sendi öllum kjörnum fulltrúum þjóðarinnar dagsett 4. nóvember 2003 en þá voru allir að semja eftirlaunakjör fyrir sig eina.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 13.7.2008 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

xxx

Höfundur

Guðrún Magnea Helgadóttir
Guðrún Magnea Helgadóttir
Byrjaði að blogga til að birta sannleikann í Geirfinnsmálinu. http://mal214.googlepages.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...009_1017077
  • ...009_1017076
  • ...009_1017075
  • DSC 0009
  • DSC 4476

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 99842

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband