Að vera starfi sínu vaxin

Við eigum án alls efa ömurlegasta umhverfisráðherra fyrr og síðar...Ég er ekki eingöngu að fjalla um útlit ráðherra.
mbl.is Ráðuneytið greiðir fyrir leiguflug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ofsalega er langt seilst að ráðast að útliti fólks.

Skömm að þessu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.6.2008 kl. 12:09

2 Smámynd: Annadís Gréta Rudolfsdóttir

Þórunn er glæsilegur fulltrúi íslenskra kvenna á þingi og ömurlegt að lesa þessa færslu á 19. júní eins og Jenný Anna bendir réttilega á.

Annadís Gréta Rudolfsdóttir, 19.6.2008 kl. 12:49

3 Smámynd: Ragnheiður

Það er hreint ekkert hægt að setja út á útlit viðkomandi ráðherra, ansi finnst mér þetta ömurleg færsla hjá þér. Gagnrýni á að snúast um málefni en ekki útlit fólks

Ragnheiður , 19.6.2008 kl. 13:00

4 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Dapurlegt er að lesa svona færslu einnar konu um aðra konu, að það á 19. júní.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 19.6.2008 kl. 13:28

5 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Mér finnst  Þórunn hafi staðið sig vel og þetta er fæsla sem ekki ætti að sjást bara til skammar.

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 19.6.2008 kl. 13:42

6 Smámynd: Landfari

Einstaklega ómálefnalegt hjá þér. Segir meira um þig Guðrún en ráðherrann. Styð eindregið, sjálfrar þín vegna, áður framkomna tillögu um að þú kippir þessu út og málið er dautt.

Landfari, 19.6.2008 kl. 14:02

7 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Engum er skömm að þegja hafi hann ekkert að segja.

Þórunn er einn sá besti fulltrúi okkar þjóðar sem hefur verið á Alþingi og umhverfisráðherra með fullri virðingu fyrir öðrum sem staðið hafa vaktina á undan.

Edda Agnarsdóttir, 19.6.2008 kl. 14:24

8 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Mér finnst afskaplega ánægjulegt að sjá að við hverja árás á Þórunni umhverfismálaráðherra undanfarna daga, þá rís upp flokkur manna henni til varnar. Svona níðfærslur eins og þessi hér gera ekkert annað en að styrkja stöðu Þórunnar. Þetta sama má sjá á bloggi Stebba Fr. Hann er búinn að margreyna að níða af henni skóinn en gerir sjálfum sér mestan óleik með því.

Áfram Þórunn!!!

Margrét Birna Auðunsdóttir, 19.6.2008 kl. 14:39

9 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Eitthvað hlýtur að vera að nagna veslings konuna sem skrifar svona um umhverfisráðherrann. Getur verið að ormarnir sem voru í "Birnu" hafi komist í hana og séu að naga hana að innan!

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 19.6.2008 kl. 15:20

10 Smámynd: Kolgrima

Þetta er svo fjarri því að vera í lagi.

Kolgrima, 19.6.2008 kl. 18:04

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Alveg Magnea umhverfðist,
illgirnin frá Stebba erfðist,
ótótleg Tóta,
óttalega ljóta,
um hvítabjörninn hverfðist.

Þorsteinn Briem, 19.6.2008 kl. 19:42

12 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

svona segir maður ekki...sérstaklega ekki ef þú vilt láta taka mark á þér kona....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 19.6.2008 kl. 22:48

13 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það virðist vera sem sumir hér vilji hér reka út skoðanir sem þeir telja illar með illu tali.

Það er svo sem sjónarmið út af fyrir sig..

Sigurjón Þórðarson, 20.6.2008 kl. 09:38

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sumir rita eitthvað sem það hefur hvorki vit á eða getur skilgreint, til að ég held að upphefja sjálfan sig, en því miður, það mistekst ævilega.
Hvað svo sem má segja um Þórunni, þá er hún afskaplega frambærileg kona, vel máli farin og vitur, ef Guðrún Magnea er að tala um útlit hennar þá er hún afar smekkleg kona.
Hulda Elma þú ert með húmorinn á réttum stað.
Ormarnir úr Birninum að naga hana að innan.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.6.2008 kl. 09:43

15 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

ég á bara ekki orð

Hólmdís Hjartardóttir, 20.6.2008 kl. 12:35

16 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Ef þið eruð ósammála mér vegna ömurlegrar meðferðar umhverfisráðherra á tveimur hvítabjörnum sem var banað vegna vanþekkingar stjórnvaldsins á villtum dýrum, þá eruð þið eitthvað fákunnandi svona rétt eins og hún...Hvers vegna var ekki þyrla leigð til að skjóta svæfilyfi í dýrið en það þurfa að vera 30 metrar í dýrið frá skotmanninum...Dýrafangarar í Alaska voru ekki fengnir til álita í þessum málum en þeir hafa um áratugi fangað birni til rannsóknar á þeim...

Hálfvitagangurinn hérna á landi er ofar mínum skylningi...Umhverfisráðherra er ekki starfi sínu vaxin...

Guðrún Magnea Helgadóttir, 20.6.2008 kl. 15:33

17 Smámynd: Kolgrima

Fólk hér hefur verið að setja út á það að þú blandir útliti umhverfisráðherra í málið, þarf að minna þig á það?

" Við eigum án alls efa ömurlegasta umhverfisráðherra fyrr og síðar...Ég er ekki eingöngu að fjalla um útlit ráðherra." Ekki orð um ísbirni, umhverfismál eða störf Þórunnar, aðeins útlit hennar.

Það finnst ykkur Sigurjóni greinilega eðlilegt. Kemur svo sem ekkert stórkostlega á óvart.

Kolgrima, 20.6.2008 kl. 16:52

18 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Ráðuneytið greyðir fyrir leiguflug...Af hverju ekki að greyða fyrir þyrluflug ...Í þeim tilgangi að bjarga dýrinu...Dýrunum? í stað þess að leigja flugvél undir vanhæfan umhverfisráðherra... og til hvers?

Guðrún Magnea Helgadóttir, 20.6.2008 kl. 17:13

19 Smámynd: Kolgrima

Af hverju sagðirðu þetta ekki strax?

Þú dregur verulega úr eigin trúverðugleika með því að tala um að fólk sé óhæft í starfi vegna útlits. 

Kolgrima, 20.6.2008 kl. 18:10

20 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Það sem ég sagði var...og taktu eftir...Að vera starfi sínu vaxin ,,,ég var ekki EINGÖNGU að tala um útlit ráðherrans...Hvernig þið tókuð ummælum mínum er ykkar...

Guðrún Magnea Helgadóttir, 20.6.2008 kl. 20:53

21 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Þú sagðir  að ráherrann væri ljót.

Allir geta farið yfir strikið, enn betra er að byðjast bara afsökunar og laga innganginn heldur enn að kjafta sig úr hlutunum. Það gengur allavega ekki vel hjá þér

Bara ráðlegging.

Góða helgi 

S. Lúther Gestsson, 20.6.2008 kl. 23:38

22 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Mér finnst umhverfisráðherra ekki fallegur einstaklingur en ég hef aldrei sagt að hún væri ljót, sem er smekksatriði hvers og eins...Ég vil EKKI byðjast afsökunar á skoðunum mínum...

Guðrún Magnea Helgadóttir, 21.6.2008 kl. 12:55

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

Órökstuddar skoðanir hafa enga merkingu í opinberri umræðu og því hefur eftirfarandi staðhæfing enga merkingu:

"Við eigum án alls efa ömurlegasta umhverfisráðherra fyrr og síðar...Ég er ekki eingöngu að fjalla um útlit ráðherra."

Þorsteinn Briem, 21.6.2008 kl. 15:48

24 Smámynd: Íris Hauksdóttir

Greyin mín!! Eruði ekki að grínast! hafið þið EKKERT betra að gera heldur en að ritskoða hvert EINASTA orð í þessari færslu!!? Almáttugur! OG! Hvaða bévítans máli skipti það að þessi færsla var skrifuð 19. júní - þó svo að þetta sé kvenréttindadagur þá held ég að ég geti sagt sem svo að þær eru ÓFÁAR konurnar út á landi sem baktala nágrannakonuna eða aðrar konur í kringum þær, sama hvaða dagur er! Það sem er ekki líkt með þessum konum og Guðrúnu Magneu er að hún sagði bara sína skoðun hreint út - allt í lagi með það að þið eruð ekki sammála henni en hún hefur rétt á sinni skoðun alveg eins og þið hin!

En hvað um það,  -S. Lúther Gestsson.. ég vil ólm fá að vita hvar þú sérð Guðrúnu segja að henni finnist ráðherrann vera ljótan

 "Þú sagðir  að ráherrann væri ljót." - þetta er nú meira ruglið.  Ég er kannski bara svona vitlaus, en ég hélt að hún væri að meina að hún væri svo lávaxin að hún væri starfi sínu ekki vaxin! -  Þannig væri hún að meina EKKI EINGÖNGU útlit hennar! En ég hlýt að vera alveg bólufreðin fyrst að ég sé ekkert ljótt út úr þessum lýsingum!

Íris Hauksdóttir, 22.6.2008 kl. 21:11

25 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Kannski er málsgrein Guðrúnar of löng fyrir ykkur svo við skulum stytta hana.

Ömurlegur umhverfisráðherra - ekki eingöngu útlit hennar. 

Látiði ekki eins og þetta megi túlka á óramarga vegu.

S. Lúther Gestsson, 22.6.2008 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

xxx

Höfundur

Guðrún Magnea Helgadóttir
Guðrún Magnea Helgadóttir
Byrjaði að blogga til að birta sannleikann í Geirfinnsmálinu. http://mal214.googlepages.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...009_1017077
  • ...009_1017076
  • ...009_1017075
  • DSC 0009
  • DSC 4476

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband