8.4.2008 | 16:18
Einkaþotur eða ódýrasta fargjald flugfélaganna?
Það virðist sem ráðamenn þjóðarinnar geti engan veginn skilið að það ekki eingöngu okkar ,,skóflupakksins", að spara útgjöld þegar harðnar í ári hérna á Íslandi...
Ráðamennirnir koma framm sem einræðisherrar og spreða fjármunum okkar út og suður og þykir ekki mikið til koma um það...Að velja ódýrari samgöngumáta, svo sem að fljúa með lággjalda flugfélögum virðist vera of ódýrt fyrir ráðamenn, með mikla minnimáttarkennd... Hefur enginn tekið eftir því að Íslenskir Alþingismenn ferðast eingöngu á dýrasta Saga Class farrými og núna er ekkert nógu gott nema ferðast með einkaþotum...
Mismunur á ódýrasta fargjaldi og leigu á einkaþotu er mun meiri en okkur er sagt... Mismunurinn sem forsætisráðuneytið gefur upp á ferðakostnaði er, dýrasta flug á Saga class ásamt gistingu á dýrustu 5stjörnu hótelum ásamt dýrasta transporti innan borganna....Og ferðamáta auðkífinga, einkaþotu...
Þotuleigan var 4,2 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
xxx
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- blindur
- sabroe
- skarfur
- benna
- bertha
- bjarnihardar
- bjorgvinr
- bogi
- brylli
- eirikurhreinn
- ellidiv
- ernafr
- ea
- fridaeyland
- fuf
- geirg
- gummibraga
- orri
- ipanama
- hoax
- hva
- hallgrimurg
- harhar33
- blekpenni
- hehau
- widar
- hlynurh
- ringarinn
- huldadag
- ingabesta
- jakobk
- jensgud
- palmig
- jp
- jonb
- nonniblogg
- jas
- jonaa
- jorunnfrimannsdottir
- photo
- kolbrunb
- kolgrima
- leifur
- kristjang
- konukind
- stinajohanns
- landfari
- birtabeib
- magnusthor
- maggadora
- markusth
- olafur
- hafstein
- vertinn
- ragnarfreyr
- ranka
- robbitomm
- rosaadalsteinsdottir
- partners
- logos
- sigurjonth
- sgj
- siggith
- stebbifr
- saedis
- tomasha
- melrakki
- vilborg-e
- villialli
- laufabraud
- kiddip
- agustolafur
- reykur
- ormurormur
- asgrimurhartmannsson
- hallelujah
- trollchild
- solir
- olafurfa
- heimskringla
- huldumenn
- tsiglaugsson
- icerock
- thorha
- toro
- thoragud
- ansigu
- utvarpsaga
- lydveldi
- skinogskurir
- gattin
- skordalsbrynja
- einarbb
- erna-h
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- gudruntora
- heimirhilmars
- kreppan
- jonsullenberger
- kolbrunerin
- larahanna
- mal214
- manisvans
- svarthamar
- sibba
- mingo
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Í fyrsta lagi : ertu pottþétt að um sé að ræða verð á Saga Class
og í öðru lagi er eitthvað að því að helstu ráðamenn þjóðarinnar ferðist
á Saga Class ef því er að skipta ?
Þröstur Heiðar Guðmundsson, 8.4.2008 kl. 16:24
Ráðamenn þjóðarinnar eru ekki hærra yfir okkur fólkið í landinu settir...Þeir eru aðeins þjónar okkar ,,Skóflupakksins"". Jú við borgum þeim laun fyrir að sjá um hagsmuni okkar og Þeir eiga engann rétt á því að eyða fjármunum þjóðarinnar án ábyrgðar
Guðrún Magnea Helgadóttir, 8.4.2008 kl. 16:32
Já þessir menn okkar sem að þjóðin kaus ferðast ekki á venjulegu fluggjaldi , það er á hreinu og miða allt við fyrsta klassa, er ekki skömm af þessu ??? oj bjakk
Erna Friðriksdóttir, 8.4.2008 kl. 16:49
Ráðamenn þjóðarinnar vita þegar þeir gefa kost á sér til að sinna hinum ýmsu verkefnum hvert hlutskipti þeirra verður...Þeir þurfa að vera fulltrúar þjóðarinnar útávið og ferðast á fundi í alþjóðasamfélaginu...
Það þýðir ekki að þeir geti bara sí svona leigt einkaþotur til ferðalaganna...Bara ef þeim dettur það í hug...Hvernig væri að þeir veldu ódýran ferðamáta?
Núna á næstu dögum kemur í ljós hvort við ,,Skóflupakkið", tökum á okkur fjárskuldbindingar til að bjarga Íslensku bönkunum sem fóru offari í útrásinni en eru núna blankir og rúnir trausti erlendra fjárfestingafyrirtækja??? En það er annað mál...
Guðrún Magnea Helgadóttir, 8.4.2008 kl. 16:56
Persónulega finnst mér þetta skinsamleg ákvörðun og lýt á þetta sem sparnað, aðalega vegna tímans sem fer í þetta.
Það er alveg óþarfa að allir séu íu sömu fötunum, sömu gúmmiskónum , allir séu með sömu laun, þessi er ekkert hærri settur en við hin, samt gleymist alltaf að þeir sem eru með hærri laun greiða meira til samfélagsins í formi skatta þó alltaf meigi gagnrýna skiptingu þess þá fer meira frá þeim í krónutalið í skattsjóðinn.
Forsetisráðherra , hlýtur að vera hærra settur en við hin ég trúi ekki að þú berir svona litla virðingu fyrir stjórnkerfinu hérna burt séð frá því hver er við stjórnvöllin.
Og að lokum þeir eru vissulega kosnir af okkur til að stjórna landinu en það er ekki okkar að dæma hvort þeirra aðgerðir sem í þessu tilfelli var að spara tíma sé án ábyrgðar eða ekki.
Þú eða ég eða þið hin eruð ekki í aðstöðu til að dæma þessa aðgerð ábyrgðarlausa þið vitið einfaldlega ekki nóg um málið til þessu
Þröstur Heiðar Guðmundsson, 8.4.2008 kl. 17:36
Þröstur Heiðar...Þrátt fyrir að núverandi ríkisstjórn okkar...Samansett af fyrrverandi einræðisherrum og valdagráðugum samfylkingarmönnum hafi verið kosin til að fara með ríkismálin er of augljós gerningur...Framsóknarflokkurinn var áður eins og snýkjudýr á sjálfstæðismönnum og fékk öll sín mál samþykkt í eigin þágu í skjóli þess að þeir uppfylltu meirihluta stjórnarsamstarfsins, þá...Síðar tóku samfylkingar-menn að sér fyrri skuldbindingar þeirra framsóknarmanna og styðja nú sem aldrei fyrr spillt stjórnvaldið, Sjálfstæðisflokkinn...
Guðrún Magnea Helgadóttir, 8.4.2008 kl. 17:50
Mín skoðun er í felum, mér finnst vanta heildarmyndina. Kær kveðja til þín vina mín.
Ásdís Sigurðardóttir, 8.4.2008 kl. 17:52
Skóflupakkið skilur þetta ekki, þegar þú þarft að fara erlendis oft í mánuði þá er bara ekkert hægt að vera alltaf afturí..
Hefur ekkert með klassa að gera , bara tími og þægindi fyrir þá sem þurfa að ferðast oft og lengi.
Benedikt Sveinsson, 8.4.2008 kl. 17:56
Ekki það að mér þyki bruðl innan ríkisstjórnar gott mál, en mér finnst þessi umræða furðuleg. Að senda ráðamenn með lággjaldaflugfélagi, gista á farfuglaheimili og ferðast með strætó kann í sumum eyrum að hljóma vel, en ekki mínum. Ég get vel ímyndað mér hið stórkostlega athlægi sem Ísland myndi hljóta í alþjóðasamfélaginu hefðu menn tekið þann kost. Fjölmiðlar myndu velta sér upp úr hinum vesælu Íslendingum sem varla hafa efni á að senda æðstu ráðamenn sína á fundi. Enginn myndi taka okkur alvarlega. Við, hinir vesælu skófluberar, þurfum að gera okkur grein fyrir því að til þess að geta haft áhrif í alþjóðasamfélaginu þurfa ráðamenn okkar að njóta virðingar. Ímynd er stór partur af því að öðlast virðingu og ímynd kostar jú peninga. Svo talar fólk eins og ráðamenn okkar hafi bara legið í makindum og drukkið kampavín í einkaþotunni, en það gleymist að þau voru að vinna allan tímann við að undirbúa komandi fundi og slíkt.
En auðvitað er ég ekki að mæla því bót að salerni ráðuneyta verði skreytt gulli eða eitthvað svoleiðis. En að láta ráðamenn ferðast með business class og gista á hótelum þar sem ekki er rottugangur, finnst mér alveg sjálfsagt. Við þurfum jú á að halda einhverri virðingu þarna úti.
Muddur, 8.4.2008 kl. 18:07
Ha, ha, ha...Núna hlæ ég sem aldrei fyrr...Ég ferðast oft til útlanda, en alltaf á eigin reikning..Oftast ,,afturí".... .Skattgreiðundurnir hafa ekki þurft að borga ferðir mínar eða minna. Þetta með að bera ábyrgð á eigin útgjöldum hefur kennt mér að græddur er geymdur eyrir..Það hafa ráðamenn þjóðarinnar gleymt fyrir löngu....Sóun á almanna-fé er mér ekki að skapi...
Guðrún Magnea Helgadóttir, 8.4.2008 kl. 18:08
Ef þið viljið að ráðherrar okkar ferðist í einkaþotum og geri þarfir sínar í milljóna-gull-klósett þá er ég einfaldlega ekki sammála ykkur...Í síðustu Alþingiskosningum kom hvergi framm verðandi flottræfilsháttur næstkomandi ráðamanna, að þeir ætluðu að sólunda skattpeningum okkar í eigin luxus...
Guðrún Magnea Helgadóttir, 8.4.2008 kl. 18:18
Ert þú ráðherra ?
Ef ekki vertu þá ekki að bera þig saman við slíkan það er bara bjánalegt.
Síðan hvenær hefur verið einræðisherra við völd á íslandi veistu hvað það er, stór orð hjá þér .
Kæra Vinstri Græna Guðrún, þú villt sjálfsagt að ráðherrar þjóðarinnar eyða tíma okkra hinna á kaffihúsi í innihaldslaust spjall .
Muddur, get ekki verið meira sammála þetta snýst ekki um bruðl.
Þröstur Heiðar Guðmundsson, 8.4.2008 kl. 18:36
Þröstur. Ég er ekki vinstri græn, er utan pólitíkunnar á Íslandi frá 1995 þegar ég síðast kaus sjálfstæðisflokkin til valda hérna hef vitkast svolítið síðan þá...Er fædd sjálfstæðismanneskja í valdamestri ætt þeirra á Íslandi...Engeyjar-ættarinnar...Ég er enginn ráðherra en hef stundað eigin atvinnurekstur til að koma fjórum börnum til manns, alein...
Guðrún Magnea Helgadóttir, 8.4.2008 kl. 18:52
Þetta vandamál er ekki nýtt af nálinni. Þetta er þróun sem hefur staðið mjög lengi. Ráðamenn hafa bara verið að færa sig lengra upp á skaftið í óhófi og bruðli í svokölluðum opinberum erindagjörðum.
Því miður hefur rúmlega þriðji hver Íslendingur alltaf kosið þann flokk sem hefur gert það að listgrein að skíta yfir fólkið í landinu.
Þá er ég að tala um Sjálfstæðisflokkinn. Við erum að súpa seyðið af því dómgreindarleysi núna aldrei sem fyrr.
Theódór Norðkvist, 8.4.2008 kl. 19:24
Það er farið með rangt mál í þessari fréttatilkynningu.
Theódór Norðkvist, 8.4.2008 kl. 21:24
það væri nú ekkert vitlaus hugmynd að fá einhvern kunnáttumann að safna yfirlýsingum frá ráðuneytum og skoða þær samanlagðar í stærra samhengi.
Það er endalaust hægt að leika sér að tölum og vera í orðaleikfimi..
Óskar Arnórsson, 9.4.2008 kl. 08:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.