30.3.2008 | 15:53
Bygging Bændahallarinnar, hverjir eiga hana?
Sagan er skráð í heild sinni af Gunnari Guðbjartssyni í Árbók Landbúnaðirins 1987.Ég ætla vegna lengdar sögunnar, aðeins skrá þá þætti sem eru að mínu mati, athyglisverðir í ljósi eignarréttar einstaklinga sem hafa verið skyldaðir lögum samkvæmt að láta vissa prósentu af tekjum sínum til uppbyggingar í hótelbyggingu í þágu félaga. Hinsvegar vegna erfðaréttar einstaklinga á þeim fjármunum sem foreldrar þeirra greiddu til uppbyggingu stærsta hótels á Íslandi, núna Hótel, Radison Sas.
Sagan byrjaði um 1939 en þá ,,Lagði Sigurður Jónsson á Stafafelli fram erindi um húsnæðismál Búnaðarfélag Íslands. Var erindi hans vísað til fjárhagsnefndar þingsins sem bar með sér eftirfarandi tillögusem samþykkt var með 18 samhljóða atkvæðu: Búnaðarþing felur stjórn Búnaðarfélagsins að taka til rækilegrar athugunar húsnæðismál félagsinsog leggja tillögur sínar um það fyrir næsta Búnaðarþing. Í því sambandi beinir Búnaðarþingið því til stjórnarinnar að athuga um, hvort ekki sé unnt að gera þá bráðabirgða breytingu á húsi félagsins að með því yrði bætt úr aðkallandi þörf um bætt húsnæði fyrir Búnaðarþingið.
Leiði athuganir stjórnarinnar að öðru leiti til þess, að hún leggi til að nýtt hús skuli byggt, sé þess gætt að jafnframt því að vera höfuðsetur og heimili Búnaðarfélags Íslands, geti það einnig orðið að aðseturs- og samkomuhús bændaog þannig orðið miðstöð til allra kynningar-þannig orðið miðstöð til allra kynningar- og félagsstarfssemi þeirra í höfuðstað landsins.
Ályktun þessi er efnislega samhljóða tillögu Sigurðar, að öðru leyti en því að hann lagði til að nýtt hús yrðu byggt".
Ekkert afgerandi gerðist í byggingarmálunum næstu 2-3 árin. Því var þó haldið vakandi á bæði Búnaðarþingi og einnig rætt nokkrum sinnum í stjórn Búnaðarfélagsins.
Nú sleppi ég löngum kafla þar sem búnaðarmálastjóri ræddi við bankastjóra Búnaðarbankans um fjáröflun og þá er þess getið að fordætisráðherra sé málinu velviljaður og hafi fullan áhuga á að útvega lóð sem baðar stofnanirnar gætu gert sig ánægðar með.
Sagan stytt.: Búnaðarmálastjóri skrifaði öllum 14 búnaðarsamböndum bréf dags. 13. nóv. 1941 þar sem leitað er eftir stuðningi frá þeim við að kom upp öðru húsnæði fyrir starfsemi félagssins og gistiheimili fyrir sveitafólk í Reykjavík.
Nú sleppi ég úr frásögninni þar sem hin ýmsu búnaðarsambönd lögðu hvort um sig 1000 í sjóðinn en önnur lýstu sig fjárvana.
Eftir mikið umtal hvernig fjármagna ætti gistingu sveitafólksins í Reykjavík þá var ákveðið" að leggja fyrir þingið erindið um fjáröflun til húsbyggingar Búnaðarfélags Íslands í Reykjavík.
Sagan stytt:
Stofnun Búnaðarmálasjóðs og afdrifarríkar breytingar á honum:,, Næstu árin gerðist það sem skipt hefði sköpum um fjármögnun í húsbyggingarsjóð ef ráðin hefðu ekki verið tekin úr höndum Milliþingnefnd Búnaðarfélagsins hafði samið frumvarp til laga um stofnun Búnaðarmálasjóðs og vísað til Alþingis".
Á auka búnaðarþingi 1944 og Búnaðarþingi 1945 var eindregið mælt með samþykkt frumvarpsins sem varð að lögum 15. febrúar 1945, nær óbreytt. - Fyrsta grein laganna hljóðaði svo:
,,Greiða skal árgjald af þeim söluvörum landbúnaðarins, sem um ræðir í 2. gr., og rennur það í sjóð, er nefnist Búnaðarmálasjóður. Sjóður þessi skal vera í vörslu Búnaðarfélags Íslands, er hefur á hendi alla stjórn hans og reikningshald....Fé sjóðsins skal verja til stuðnings og eflingar sameiginlegum nayðsynjamálum bændastéttarinnar samkvæmt ákvörðunum Búnaðarþings, enda komi samþykki landbúnaðarráðherra til.....
Gjald til búnaðarmálasjóðs er 1/2% af því verði, sem greitt er fyrir vöruna á hverjum tíma."
Vörur þær, sem gjaldskyldar yrðu, skyldu vera mjólk og ullarvörur, kindakjöt, gærur, ull og grænmeti og jafnvel fleiri framleiðsluvörur, allt eftir nánari reglum.
Lögin um Búnaðarmálasjóð voru staðfest í Búnaðarþingi 1945.
Til að gera langa sögu stutta og ég skrifa textann um heimildirnar óbreyttan á bls. 354. En skjótt skipast veður í lofti. Rúmu ári síðar, þ.e. 23. apríl 1946, var 1. gr.laganna um Búnaðarmálasjóðs, notkun hans og vörslu gerbreytt. ...Sjóðurinn var núna settur undir vörslu Búnaðarbankans, sem fór með stjórn hans og reikningshald en fé hans skyldi næsti 10 árin renna til búnaðarsambandannaog skiptast á milli þeirra í hlutfalli við framleiðslu hvers svæðis...
Með þessari breytingu var ráðstöfunarréttur fjár úr sjóðnum færður úr hendi Búnaðarþings til búnaðarsambandanna, sem Búnaðarþing hafði í sínum áætlunum ætlað stærri hlut þegar frá liði...
Aftur að byggingu bændahallarinnar...Á bls.360... Framkvæmdir hefjast. Þar er sagt frá byrjun byggingar Bændahallanirinnar er fyrsta skóflustungan var tekin á Hagamelnum, 1956 þangað til hornsteinninn að byggingunni var lagður árið 1961 og lögum um Búnaðarmálasjóð var breytt.
,,Á árunum 1958-1961, að báðum meðtöldum, skal greiða 1/2% viðbótargjald af söluvörum landbúnaðarins, sem um ræðir í 2. gr., og rennur það til Búnaðarfélags Íslands og Stéttarsambands bænda TIL AÐ REYSA HÚS FÉLAGANNA VIÐ HAGATORG Í REYKJAVÍK yfir starfsemi þeirra".
Í bókinni Árbók Landbúnaðarins sé ég að árið 1978 var síðasta ár sem fé var lagt til Bændahallarinnar en ég sé ekki hvenær gjaldtöku á hendur bænda var aflétt.
Peningar bændanna í landinu voru óumdeilt notaðið til að byggja Bændahöllina, um það verður ekki deilt. En...Hverjir eiga Bændahöllina, Hótel Sögu og núna seinast Radison Sas Hótelið á Hagamelnum?
Á bls. 363 að Hótel Saga var opnuð þann 14. júlí 1962.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
xxx
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- blindur
- sabroe
- skarfur
- benna
- bertha
- bjarnihardar
- bjorgvinr
- bogi
- brylli
- eirikurhreinn
- ellidiv
- ernafr
- ea
- fridaeyland
- fuf
- geirg
- gummibraga
- orri
- ipanama
- hoax
- hva
- hallgrimurg
- harhar33
- blekpenni
- hehau
- widar
- hlynurh
- ringarinn
- huldadag
- ingabesta
- jakobk
- jensgud
- palmig
- jp
- jonb
- nonniblogg
- jas
- jonaa
- jorunnfrimannsdottir
- photo
- kolbrunb
- kolgrima
- leifur
- kristjang
- konukind
- stinajohanns
- landfari
- birtabeib
- magnusthor
- maggadora
- markusth
- olafur
- hafstein
- vertinn
- ragnarfreyr
- ranka
- robbitomm
- rosaadalsteinsdottir
- partners
- logos
- sigurjonth
- sgj
- siggith
- stebbifr
- saedis
- tomasha
- melrakki
- vilborg-e
- villialli
- laufabraud
- kiddip
- agustolafur
- reykur
- ormurormur
- asgrimurhartmannsson
- hallelujah
- trollchild
- solir
- olafurfa
- heimskringla
- huldumenn
- tsiglaugsson
- icerock
- thorha
- toro
- thoragud
- ansigu
- utvarpsaga
- lydveldi
- skinogskurir
- gattin
- skordalsbrynja
- einarbb
- erna-h
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- gudruntora
- heimirhilmars
- kreppan
- jonsullenberger
- kolbrunerin
- larahanna
- mal214
- manisvans
- svarthamar
- sibba
- mingo
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 62
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Guðrún Magnea
Smá innlitskvitt.
Guð blessi þig.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 31.3.2008 kl. 01:38
Kvitta fyrir innlitið til þín
Erna Friðriksdóttir, 1.4.2008 kl. 16:21
Innlitskvitt og kær kveðja.
Ásdís Sigurðardóttir, 2.4.2008 kl. 18:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.