9.3.2008 | 19:16
Bréf til Lögreglustjórans í Reykjavík 14.12.1998
Lögreglustjórinn í Reykjavík
Erindi mitt til þín er undarlegt óg óútskýrt dauðsfall Dagbjartar Eyjólfsdóttur og eftirmáli þess sem sterklega hefur vakið grun minn um að hann hafi verið af manna völdum.
Árið 1979 lést hún á heimili sínu Borgartúni 33 Reykjavík. Dagbjört heitin var á sextugsaldri. Tveimur árum eða 1977 lést sambýlismaður hennar en hann var Ásbjörn Ólafsson heildsali.
Dagbjört heitin lést á meðan starfsmenn heildverslunarinnar voru við jarðarför, en þegar þeir komu til baka að jarðarförinni lokinni fundu þeir Dagbjörtu látna...
Réttarkrufning var gerð á líki Dagbjartar en sýndi engan endanlegan úrskurð, helst voru þá bláleitir flekkir í húð látnu sem bentu til súrefnisskorts...En ekki kom framm í skýrslunni hvað hafði valdið honum...
Dagbjört heitin var barnlaus, en bróðir Óskar og systir Halldóru voru á lífi en systir hennar Guðrún var þá látin. Eignir Dagbjartar skiptust því milli Óskars. Halldóru og afkomenda Guðrúnar.
Líður nú tíminn...Þá kemur framm eftir 1980, erfðarskrá þar sem Dagbjört er sögð arfleiða Helgu, þroskahefta dóttir Halldóru að öllum eigum sínum...( persónulegum eigum hennar, þar sem hún var eignarlaus).Er þá því sem skipt hafði verið meðal lögerfingja, smalað saman og og flutt til Halldóru...
Halldóra var fyrir lát systur sinnar Dagbjartar, starfskona í heildverslun Ásbjörns, hún sá þar um að hella upp á kaffi fyrir starfsmenn fyrirtækisins...
Aðstæður Halldóru á þessum árum voru: Halldóra var einstæð móðir fædd 1922 með þrjár dætur á framfæri sínu...Helga, fædd 1961 var önnur í röðinni. Dætur Halldóru voru allar samfeðra en áður hafði hún átt son, Steinar 1944, með Gunnbyrni Eiríkssyni. Steinar ólst upp hjá móðurömmu sinni of Guðrúnu móðursystur á Vogum á Vatnleysiströnd...
Eftir lát Dagbjartar hættir Halldóra að hella upp á kaffikönnu í fyrirtæki Ásbjörns og fer síðar að byggja einbýlishús að Vesturbrún 15 í Reykjavík ...Húsið er 250 fm. að stærð auk bílskúrðs...Á neðri hæð hússins er tveggja-herbergja íbúð, íbúð þessi kemur ekki framm í fasteignamati en brunabótamat hússins er rétt rúmlega 26 milljónir í dag. 14.12. 1998..
Íbúðin sem hún bjó í fyrir dauða systur sinnar er áætluð vetra metin 5-6milljónir...
Húseignin að Vesturbrún 15 er að sögn Halldóru eign Helgu en er þó skráð eign Halldóru. Þegar ég kinntist þessu fólki árið 1995 var mér sagt að Arfur Helgu hefði farið í að byggja raðhúsið að Vesturbergi 15...Enginn sem þekkir þessa fjölskyldu veit annað...Þar sem Helga er ekki fær um að tjá sig er ekki hægt að fá upplýsingar hjá henni
Steinar Gunnbjörnsson sonur Halldóru, bjó 1979 á Markarflöt 11 Garðarbæ. Þar hafði hann byggt hús með seinni eiginkonu sinni, Grétu Hermannsdóttir á árunum frá 1973. Þau fluttu á Markarflötina í júní 1974 - úr leiguíbúð starfsmanna á Kópavogshælinu...Þegar fyrri dóttir þeirra fæðist. Þá var að sögn Halldóru allt í húsinu til bráðabrigða, aðeins efri hæð hússins var íbúðarhæf... Árið 1978 fæðist þeim hjónum dóttir eða í október 1978. Gréta var þessi ár heimavinnandi húsmóðir . Steinar átti fyrir tvö börn með fyrri eiginkonu, Þorbjörgu. Við skilnað þeirra skiptu þau smá eignarhluta sem þau áttu í gömlu húsi í Árbæjarhverfi...Einnig skiptu þau börnum sínum, hann fékk son þeirra Gunnbjörn f. 1968 og Þorbjörg fékk dóttirina Sigríði f. 1969.
Guðrún móðursystir Steinars tók Gunnbjörn í fóstur...
Um 1979 hættir Steinar vinnu sinni í í slökkviliði Keflavíkurflugvallar og klárar að byggja hús sitt...um 1980 fer hann til Bandaríkjanna, hugðist flytja þangað. Eiginkona og dætur fóru út stuttu seinna út, ætlanin var að flytja þangað. Þau snúa til baka 3-4 mánuðum seinna...
Hefst þá Steinar handa við að byggja hús að Iðnbúð 8 Garðabæ. Þrtta er steinsteypt vandað iðnaðarhús um 600 f.m auk stórrar íbúðar á efri hæð hússins. Þetta húsnæði á hann í dag. Eftir það byggði hann raðhús í Engjaseli 15 eða 17. það seldi hann ...Um 1984 byggði Steinar 20 hesta hesthús í Víðidalshverfi Hann seldi það 10 árum síðar á 7 milljónir. Eftir að hann lauk smíði þess keypti hann lóð að Vesturhrauni 3. Garðabæ. Hófst hann handa við að byggja þar iðnaðarhúsnæði, fleiri þúsunda fermetra að stærð. Hann seldi lóð, teikningar og framkvæmdir 1997, fékk fyrir það fjórar n´yjar íbúðir tilbúnar undir tréverk. Skiptin voru metin að verðmæti 28 milljónir. Athygli vekur að allar þessar framkvæmdir eru á árunum 1980 -1987 og skuldlausar...í fjöldi utanlandsferða fór fjöldkyldan, bílar og innbú voru keypt.
Óskar bróðir Halldóru flutti einhverntiman á þessum árum úr kjallaraíbúð í íbúð sem hann var sagður hafa unnið í happadrætti.
Ástæðan fyrir grunsemdum mínum er samtal sem ég átti við Halldóru á Heimili hennar að Vesturbrún 15. Ég kom við hjá henni, var í för með syni hennar Steinari...Ég starfaði þá með honum að markaðsetningu Trind naglavörunnar...
Á eldhúsborði Halldóru lág dagblað. Í blaðinu var fjallað um jarðarför Björns Guðmundssonar tengdasonar Ásbjörns. Lætur Halldóra vandlætingu sína í ljós varðandi Björn og fer að lýsa því hvernig hann hefði látið við sig daginn eftir að Dagbjört dó. Björn hefði birst á tröppunum heima hjá sér og heimtað af sér veski Dagbjartar. Eitthvað fannst mér undarlegt að veski Dagbjartar hefði verið heima hja Halldóru svo ég spurði Halldóru hvað Björn hafði vilja gera með veskið...
Sagði Halldóra mér þá að Dagbjört hefði verið búin að segja sér að hún geymdi alltaf lykil í veskinu sínu til að erfingjar Ásbjörns næðu honum ekki til sín.
Er ég spurði Halldóru að hverju lykillin hefði gengið svaraði hún að hann hefði gengið að bankahólfi Ásbjörns og að í þessu bankahólfi hefðu verið alveg ,,ótrúleg auðævi". Til að hylja hvað mér brá þá sagði ég...,,Þú hefur þá farið að byggja"? En hún svaraði að það hefði hún ekki getað fyrr en erfðarskráin fannst. Hús á nafni Halldóru kemur fyrst í fasteignamat árið 1984.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.9.2018 kl. 18:02 | Facebook
Um bloggið
xxx
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- blindur
- sabroe
- skarfur
- benna
- bertha
- bjarnihardar
- bjorgvinr
- bogi
- brylli
- eirikurhreinn
- ellidiv
- ernafr
- ea
- fridaeyland
- fuf
- geirg
- gummibraga
- orri
- ipanama
- hoax
- hva
- hallgrimurg
- harhar33
- blekpenni
- hehau
- widar
- hlynurh
- ringarinn
- huldadag
- ingabesta
- jakobk
- jensgud
- palmig
- jp
- jonb
- nonniblogg
- jas
- jonaa
- jorunnfrimannsdottir
- photo
- kolbrunb
- kolgrima
- leifur
- kristjang
- konukind
- stinajohanns
- landfari
- birtabeib
- magnusthor
- maggadora
- markusth
- olafur
- hafstein
- vertinn
- ragnarfreyr
- ranka
- robbitomm
- rosaadalsteinsdottir
- partners
- logos
- sigurjonth
- sgj
- siggith
- stebbifr
- saedis
- tomasha
- melrakki
- vilborg-e
- villialli
- laufabraud
- kiddip
- agustolafur
- reykur
- ormurormur
- asgrimurhartmannsson
- hallelujah
- trollchild
- solir
- olafurfa
- heimskringla
- huldumenn
- tsiglaugsson
- icerock
- thorha
- toro
- thoragud
- ansigu
- utvarpsaga
- lydveldi
- skinogskurir
- gattin
- skordalsbrynja
- einarbb
- erna-h
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- gudruntora
- heimirhilmars
- kreppan
- jonsullenberger
- kolbrunerin
- larahanna
- mal214
- manisvans
- svarthamar
- sibba
- mingo
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sami maður er grunaður um að vera valdur af hvarfi Geirfinns og ráninu úr bankahólfi Ásbjörns.. Hvert var banameyn Dagbjartar? .http://mal214.googlepages.com
Guðrún Magnea Helgadóttir, 9.3.2008 kl. 19:34
Maður er bara orðlaus.....þú átt að fá einhvern til að gera sjónvarpsþátt um málið.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 10.3.2008 kl. 00:21
Hrafnhildur...Margir hafa haft samband við mig vegna þessara sakamála, en enginn hefur þorað að upplýsa málin...Ég hef horft undir slitna skósóla margra sem vilja að réttlætið nái framm að ganga hérna á Íslandi en hafa skort kjark til framkvæmda þegar á hólminn var komið...
Guðrún Magnea Helgadóttir, 10.3.2008 kl. 01:57
Þetta virðist vera svakalegt mál þarna á ferð. Vont ef enginn vill hlusta á mann eða gera neitt í málinu. Kveðja til þín elskuleg.
Ásdís Sigurðardóttir, 10.3.2008 kl. 12:31
Viltu meina að Halldóra hafi átt þátt í dauða Dagbjartar systur sinnar til að komast yfir óskráðar eignir Dagbjartar í bankahólfinu?
Landfari, 10.3.2008 kl. 19:47
Vá, þetta er rosalega áhugavert, endilega skrifaðu meira um þetta þegar þú kemst að einhverju öðru, en þetta hljómar allt voða spooky... Gaman að lesa hjá þér, hafðu það gott....
Bertha Sigmundsdóttir, 11.3.2008 kl. 02:07
Landfari. Banameyn Dagbjartar er ókunnugt....
Erlingur. Takk fyrir hrósið... Já það er ótrúlegt að lögreglan feli svona alvarleg sakamál.
Guðrún Magnea Helgadóttir, 11.3.2008 kl. 11:20
Ég hef alltaf haft gaman af sakamálasögum, sérstaklega íslenskum, þessi er ótrúleg. Gangi þér vel með þetta Guðrún.
Margrét Össurardóttir 13.3.2008 kl. 20:57
Innlitskvitt Góða helgi, Kv. Lovísa.
Lovísa , 15.3.2008 kl. 08:28
Góða helgi...
Guðrún Magnea Helgadóttir, 15.3.2008 kl. 17:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.