4.3.2008 | 17:18
Heimilisofbeldi eða líkamsárás?
Mágur minn hringdi til mín og sagði farir sínar ekki sléttar.-Hann hafði að beyðni ungrar konu í fjölskyldu okkar komið að málunum og flutt hana heim til sín...hann skorti úrræði hvert framhald málsins yrði þar sem hann vildi ekki fórna stofusófanum og vildi einhvern annan en hann til að axla ábyrgð á konunni...
Konan rétt þrítug hafði verið sambýliskona manns í nær áratug og allt virtist vera með felldu þar á bæ...Svo kom sannleikurinn í ljós og ekki sá þægilegasti...Seinasta hjálparkall frá konunni var þegar hún varð þess vísari að sambýlismaður hennar hafði kvænst(súludansmey), nokkru áður en vildi ekki leyfa henni að flytja frá sér og ennþá síður að hún ætti að fá eitthvað af búslóðinni í sinn hlut... Eða þá að hún ætti eitthvað í íbúð þeirra sem þau höfðu sameiginlega keypt en hann veðsett úr hófi fram og gert móður sína að aðaleiganda eignarinnar án fullnægjandi pappíra...
Stanslausar hótanir frá sambýlismanninum geymdi unga konan á gemsanum sínum, þar sem hann hótaði henni hverskonar líkamsmeyðingum og fótbrotum ef hún gæfi ekki eftir rétt sinn í sjálfsagðan eignarhlut sinn.
Ég bauð konunni húsaskjól, þar sem ég hef nægjanlegt húsrými og einnig vissi ég að hún hafði ekki getað lokið ritgerðarprófi frá Háskóla Íslands, vegna...,,Heimilisástæðna". Ritgerðinni lauk hún síðar, með mestu ágætum eftir að um hægðist, en það varð ekki strax..
Til að ná framm réttlæti í málinu þá kærði konan það til lögreglunnar í Reykjavík sem tók niður kæruatriði þar sem sannarlega var um líkamsmeyðigar að ræða...
Eitt sinn eftir margra mánaða bið að löggan gerði eitthvað var ég stödd á lögreglustöðinni með ungu konunni þar sem hún sýndi löggunni fjöldann allan af nýlegum hótunum á gemsanum sínum og lagði inn aukakæru á hendur fyrrverandi sambýlismanni...Hún vildi getað lifað frjáls manneskja og þurfa ekki endalaust að óttast um eigið öryggi og jafnvel líf sitt...
Til að lyfta upp andrúmsloftinu, þá bauð ég ungu konunni í gönguferð niður Laugaveginn í gluggaskoðun og við gætum þegar neðar á Laugaveginn var komið skroppið inn á kaffihús og fengið okkur kaffisopa...
Á göngunni á Laugaveginum hringdi lögreglumaður til konunnar og spurði hana hvar hægt væri að ná tali af fyrrverandi sambýlismanni hennar...Við undruðumst skjót viðbrögð lögreglu og spurðum hana hvað orðsakaði þessari hröðun í þetta skiptið...Þá svaraði lögreglumaðurinn að ákæra tveimur mánuðum áður frá konunni væri núna til umfjöllunar hjá Lögreglunni í Reykjavík...
Til að gera langt mál stutt þá flutti þessi unga kona á milli ættingja og vina, þvílíkar voru hótanirnar sem hún fékk...
Það var ekki fyrr en hún gisti hjá skólasystur sinni að sambýlismaðurinn hafði upp á henni...Þetta var í íbúð á neðri hæð í einbýlishúsi í Austurborginni...Sunnudagseftirmiðdagur hjá venjulegu fólki...Dyrabjallan hringir og unga konan fer til dyra...Úti fyrir stendur fyrrverandi sambýlismaður...og konan skellir hurðinni í lás...Innangegnt er milli íbúðarhæðanna og hleypur konan upp á efri hæðina þar sem foreldrar vinkonu og skólasysturinnar búa...Unga konan segir fyrrverandi sambýlismann sinn hafa fundið sig og hann sé fyrir utan húsið...
Þarna skjálfa saman, unga ofsótta konan og eldri kona móðir skólasysturinnar...Þá koma í heimsókn hjón...Dóttir húseigenda og eiginmaður hennar...Héraðsdómslögmaður og dómari í Héraðsdómi Reykjavíkur...Hann tók málin föstu tökum og lét lögregluna rannsaka ákæru ungu konunnar...Þá loksins var málinu lokið.. og sambýlismaðurinn var tekinn úr umferð...Héraðsdómara þurfti til...
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
xxx
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- blindur
- sabroe
- skarfur
- benna
- bertha
- bjarnihardar
- bjorgvinr
- bogi
- brylli
- eirikurhreinn
- ellidiv
- ernafr
- ea
- fridaeyland
- fuf
- geirg
- gummibraga
- orri
- ipanama
- hoax
- hva
- hallgrimurg
- harhar33
- blekpenni
- hehau
- widar
- hlynurh
- ringarinn
- huldadag
- ingabesta
- jakobk
- jensgud
- palmig
- jp
- jonb
- nonniblogg
- jas
- jonaa
- jorunnfrimannsdottir
- photo
- kolbrunb
- kolgrima
- leifur
- kristjang
- konukind
- stinajohanns
- landfari
- birtabeib
- magnusthor
- maggadora
- markusth
- olafur
- hafstein
- vertinn
- ragnarfreyr
- ranka
- robbitomm
- rosaadalsteinsdottir
- partners
- logos
- sigurjonth
- sgj
- siggith
- stebbifr
- saedis
- tomasha
- melrakki
- vilborg-e
- villialli
- laufabraud
- kiddip
- agustolafur
- reykur
- ormurormur
- asgrimurhartmannsson
- hallelujah
- trollchild
- solir
- olafurfa
- heimskringla
- huldumenn
- tsiglaugsson
- icerock
- thorha
- toro
- thoragud
- ansigu
- utvarpsaga
- lydveldi
- skinogskurir
- gattin
- skordalsbrynja
- einarbb
- erna-h
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- gudruntora
- heimirhilmars
- kreppan
- jonsullenberger
- kolbrunerin
- larahanna
- mal214
- manisvans
- svarthamar
- sibba
- mingo
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 62
- Frá upphafi: 99842
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Veistu hvað, þetta er fáránlegt hversu langan tíma svona mál taka, þess vegna halda þessir karlmenn áfram að ónáða og hóta, af því að ekkert er gert...
Ég bý sjálf í Ameríku, og þurfti sjálf að ganga í gegnum þetta, þurfti að flytja í burtu svo að minn fyrrverandi vissi ekki hvar ég bjó, það tók mig tvö og hálft ár að skilja við hann og fá forræði yfir börnunum mínum, þannig að ég veit alveg hvernig þetta er, konur er aldrei teknar alvarlega...
Það er gott að þetta hafðist hjá henni, en að það þyrfti héraðsdómara til, er það ekki full mikið???
Bertha Sigmundsdóttir, 4.3.2008 kl. 17:28
Sæl Guðrún Magnea. Þetta er átakanlegt og því miður ekkert einsdæmi. Þakka þér fyrir að segja okkur frá þessu. Kerfið okkar er sjúkt. Baráttukveðjur
Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.3.2008 kl. 18:29
Skelfilega saga, mér finnst aldrei tekið almennilega á málum kvenna sem kæra ofbeldi, það er eins og þær séu sökudólgar. kveðja til þín
Ásdís Sigurðardóttir, 4.3.2008 kl. 20:09
Takk fyrir að segja okkur frá þessu, nýlegur ofbeldisdómur sem sagt var frá í blöðum þar sem ofbeldismaður fékk 2 mánaða skilorðsbundinn dóm undirstrikar að konur eru 3.flokks þegar að svona málum kemur.
Erna Bjarnadóttir, 5.3.2008 kl. 13:23
Ofbeldi á konum er skelfileg staðreynd og ætti að vera meðhöndlað sem líkamsárás...Hver man ekki eftir fólskulega árás Pólverja, á lögreglumenn í miðborginni...Þarna var ráðist á þrautþjálfaða karlmenn sem auk þess að hafa hlotið þjálfun í bardaga voru vopnaðir piparúða og kylfum...Lögreglumennirnir þáðu áfallahjálp eftir árásina.
Hvað með konur sem hótað er lífláti og þær barðar í fullkomna klessu af mönnum sínum og eru óþekkjanlegar í margar vikur á eftir...
Af hverju látum við ranglætið viðgangast?
Guðrún Magnea Helgadóttir, 5.3.2008 kl. 14:01
Eitt ráð. Alltaf láta lögfræðing sjá um kærur. Þá er minni hætta á að málin "týnist".
Auðun Gíslason, 5.3.2008 kl. 15:30
Ömurleg saga og því miður of oft sönn, takk fyrir að deila henni með okkur. Knús á þig
Margrét Össurardóttir 5.3.2008 kl. 22:54
Það er óskiljanlegt hve seint og illa er brugðist við í svona málum. Þetta er skelfilegt.
Kolgrima, 7.3.2008 kl. 00:21
Mér datt bara í hug að segja ykkur þessa sönnu Íslensku sögu sem er þó miklu lengri og náði að hrella heila fjökskyldu í langan tíma, í tilefni þess að, átak er núna á Íslandi í að vekja athygli á kvennaofbeldi í stríðshjáðum löndum...Ég ætla ekki að gera lítið úr ofbeldi á konum víðsvegar, barsmíðum og líkamsárásum, þá nauðgunum sem þær eru beittar...En...
Konum er líka nauðgað á Íslandi og þurfa að þola líkamsmeyðingar af hendi manna sinna sem oft leiða til örorku seinna meira.
Mér finnst að kerfið hafi skort skilning á þessu vandamáli hérna heima..
Að fórnarlömb heimilisofbeldis hafi þurft hvað eftir annað að þola niðurlægingu af hendi Íslensks réttarkerfis og hafa...tapað í baráttunni við að ná framm réttlæti...Ofbeldismaðurinn í heimilisofbeldinu, er tekinn ,,Með silki hönskum"...skilorðsbundinn dómur er oftast felldur honum í hag...
Guðrún Magnea Helgadóttir, 7.3.2008 kl. 01:11
Við þurfum að rísa upp og mótmæla óréttlátum dómum..Svo eru allar ákærurnar sem aldrei ná til dómstólanna vegna frávísunar ríkissaksóknara á sakamálunum...Í það minnsta eiga allar ákærur að fá umfjöllun hjá dómstólum landsins.
Guðrún Magnea Helgadóttir, 7.3.2008 kl. 19:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.