21.1.2008 | 03:22
Hver eru réttindi þeirra?
Í eftirmiðdaginn 19. eftir góðravina fund á Kaffi París, gengum við áleiðis heim... Á horninu á Pósthúss og Hafnarstræti gengum við framm á þrjá útigangsmenn sem reyndu að ylja sér í útblæstri frá loftræstingu gamla Eymskipafélagshússins...
Þetta voru tveir karlmenn og ein kona...Við stoppuðum hjá þeim og spurðu þau hvernig þeim liði...Þetta var viðmótsgott fólk ,þau sögðust ekki vilja kvarta en þó...Hreinlætisaðstaða fyrir fólk í miðborginni væri þó engin...Hver og einn þyrfti að finna stað sem hægt væri svo að gera þarfir sínar á...
Það ætti þó að vera lægstu kröfur hvers og eins sem um miðborgina fara...og í henni dveljast...
Atvik þetta olli mér svefnleysi...Hvernig getur Íslenskt samfélag horft á samborgara sína viðhafast úti undir berum himni á köldum vetrarnóttum?
Eigum við að dæma fólk úr leik vegna óreglu þeirra eða eigum við að hlúa að mannlega þættinum hjá hverjum og einum og virða líf hverjar manneskju, hvernig sem hún er?
Hver eru réttindi fólks sem hvergi á heima? Hvert er lögheimili þeirra?
Þetta voru tveir karlmenn og ein kona...Við stoppuðum hjá þeim og spurðu þau hvernig þeim liði...Þetta var viðmótsgott fólk ,þau sögðust ekki vilja kvarta en þó...Hreinlætisaðstaða fyrir fólk í miðborginni væri þó engin...Hver og einn þyrfti að finna stað sem hægt væri svo að gera þarfir sínar á...
Það ætti þó að vera lægstu kröfur hvers og eins sem um miðborgina fara...og í henni dveljast...
Atvik þetta olli mér svefnleysi...Hvernig getur Íslenskt samfélag horft á samborgara sína viðhafast úti undir berum himni á köldum vetrarnóttum?
Eigum við að dæma fólk úr leik vegna óreglu þeirra eða eigum við að hlúa að mannlega þættinum hjá hverjum og einum og virða líf hverjar manneskju, hvernig sem hún er?
Hver eru réttindi fólks sem hvergi á heima? Hvert er lögheimili þeirra?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:34 | Facebook
Um bloggið
xxx
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- blindur
- sabroe
- skarfur
- benna
- bertha
- bjarnihardar
- bjorgvinr
- bogi
- brylli
- eirikurhreinn
- ellidiv
- ernafr
- ea
- fridaeyland
- fuf
- geirg
- gummibraga
- orri
- ipanama
- hoax
- hva
- hallgrimurg
- harhar33
- blekpenni
- hehau
- widar
- hlynurh
- ringarinn
- huldadag
- ingabesta
- jakobk
- jensgud
- palmig
- jp
- jonb
- nonniblogg
- jas
- jonaa
- jorunnfrimannsdottir
- photo
- kolbrunb
- kolgrima
- leifur
- kristjang
- konukind
- stinajohanns
- landfari
- birtabeib
- magnusthor
- maggadora
- markusth
- olafur
- hafstein
- vertinn
- ragnarfreyr
- ranka
- robbitomm
- rosaadalsteinsdottir
- partners
- logos
- sigurjonth
- sgj
- siggith
- stebbifr
- saedis
- tomasha
- melrakki
- vilborg-e
- villialli
- laufabraud
- kiddip
- agustolafur
- reykur
- ormurormur
- asgrimurhartmannsson
- hallelujah
- trollchild
- solir
- olafurfa
- heimskringla
- huldumenn
- tsiglaugsson
- icerock
- thorha
- toro
- thoragud
- ansigu
- utvarpsaga
- lydveldi
- skinogskurir
- gattin
- skordalsbrynja
- einarbb
- erna-h
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- gudruntora
- heimirhilmars
- kreppan
- jonsullenberger
- kolbrunerin
- larahanna
- mal214
- manisvans
- svarthamar
- sibba
- mingo
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 62
- Frá upphafi: 99842
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl og blessuð. Ég er líka andvaka. Drakk of mikið koffín. Þetta er til skammar fyrir íslenskt þjóðfélag. Öll loforð Samfylkingin fyrir kosningar, eru þessi loforð lokuð niðri í skúffu? Við eigum ekki að dæma fólk úr leik sem á bágt. Við eigum að hlúa að þeim og reyna að skaffa þeim heimili og mat. Mér finnst peningum betur varið í að hjálpa þeim sem minna mega sín en að kaupa föt á frambjóðendur Framsóknarmanna í Reykjavíkurborg. Þeir hafa alveg nóg á milli handana til að kaupa sér föt sjálfir.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.1.2008 kl. 04:17
Já Rósa... Í hvað er peningum er eytt, út og suður..?. Föt frambjóðenda stjórnmálaflokkanna sem þurfa að líta vel úr ( koma vel fyrir), til að hljóta kosningu? eða til að hlúa að fólkinu sem í Borginni búa?
Guðrún Magnea Helgadóttir, 21.1.2008 kl. 04:36
1999 var ég í framboði fyrir lítin flokk sem bauð sér fram þá. Tók ég viðtöl við marga heililislausa sem bjuggu á götunni. Svaf þetta fólk í húsasundum og í görðum fólks. Einnig talaði ég við rauðakrossinn. Daglega kemur þangað fólk að leita sér aðstoðar. Aðal málefni mínns flokk var að opna augu ríkisstjórnarinnar um að fátækt ríkti á Íslandi og einning svæfu heimilislausir á götu úti. Því neituði þeir harðlega í umræðufundum stjóraflokkana í sjónvarpinu. Ég get ekki séð að það hefur nokkuð áunnist í þeim málum. Á meða ríkir sama ástand. Alveg til skammar.
Anna , 21.1.2008 kl. 12:42
Þetta er afar sorglegt, það hafa alltaf verið til útigangsmenn.
Þegar ég var um fermingu,"1956" þá voru í Reykjavík nokkrir rónar,
þau voru kölluð það þá. Þau voru iðulega í hóp saman,
þegar þau voru búin að útvega sér kogga,
fóru þau niður í stóran grunn sem var þar sem Seðlabankinn stendur núna, þar kúrðu þau sér til að halda á sér hita.
Þetta var öðlingsfólk sem ekki gerði flugu mein.
NEI! Það hefur ekkert breyst
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.1.2008 kl. 13:07
Sæl. Því miður hefur þetta ekkert breyst og er til skammar. Hugsa sér að fólk á Íslandi sé á götunni á veturna og það í kuldanæðing, snjóhríð eða einhverri tegund af íslenskri vetrarveðráttu. Stjórnmálamenn hljóta eins og Erlingur skrifar að vera veruleikafirrtir. Þetta er svartur blettur sem þarf að afmá strax.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.1.2008 kl. 14:20
Sem betur fer fá nú flestir inni hjá Samhjálp og öðrum stofnunum. En þegar sú aðstaða er full þá er það bara gatan. Viðtal var við slíka stofnun um jólin sem fengu húsaskjól áður en það fylltist. Reglur hjá þessum stöðum eru þannig að ekki er hægt að vera innandýra allan daginn. Flestir þurfa að vera komir út um 10 leitið á mornana og hurðinni er lokað 10 um kvöldið. Þess á milli sitja þessir menn utandyra yfir daginn. Hlemm torg var þeirra skjól frá kulda og regni en þeir hefur verið bannað að sitja þar inni. Þetta er meinlaust fólk sem hefur farið á mis í lífinu.
Anna , 21.1.2008 kl. 18:37
Það þarf svo sannarlega að gera skurk í málefnum áfengis og fíkniefnaneytenda......og það fyrir 20 árum síðan.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 21.1.2008 kl. 22:38
Betur má ef duga skal.
Anna , 22.1.2008 kl. 12:10
Sæl öll. Sammála Önnu Björg. Betur má ef duga skal. Þekkir þú til hjá Samhjálp. éeg er í Hvítasunnukirkjunni. Ef þú ferð inná síðuna og klikkar á grínmynd af höfundi þá er netfangið mitt þar á bak við. Megi almáttugur Guð miskunna þeim sem eiga bágt.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.1.2008 kl. 12:32
Þetta er óskaplega sorgleg staðreynd á sama tím og misvitrir pólutíkusar eyða peningum borgarbúa í marga vitleysuna.
Ásdís Sigurðardóttir, 23.1.2008 kl. 23:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.