Flugöryggi

Ef ég verð farþegi í flugvél þá ferst hún ekki núna og ef hún ferst þá verður það í fyrsta lagi árið 2042. Þannig að þið getið bara tekið mig með ef þið eruð hrædd við að fljúga... Ykkur til öryggis og mér til ánægju!
mbl.is Héldu að þetta væru endalokin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Ætlarðu að telja okkur trú um að þá verðir þú hætt að ferðast? Kveðja

Ari Guðmar Hallgrímsson, 4.1.2008 kl. 23:12

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er örugglega einhver líkindareikingur  hjá stelpunni, hún er örugglega búin að lenda einu sinni í einhverju og hún lendi ekki öðru fyrr en 2042, en þá ætla ég að vera hætt að fljúga allavegana í flugvélum. 

Ásdís Sigurðardóttir, 4.1.2008 kl. 23:58

3 identicon

Sérðu þetta fyrir þér? Ertu skyggn? nei bara spyr, því þá bið ég þig vinsamlegast að koma með okkur fjölskyldunni í flugferð næstkomandi sumar ljúfan

Margrét Össurardóttir 5.1.2008 kl. 10:27

4 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Tinnsl, Ari, Ásdís, Tryggvi og magga... Þetta átti bara að vera grín þó með alvarlegum-undirtóni. Fyrir mörgum árum hitti ég Miðil sem sagði mig lifa til ársins 2042 en það ár verð ég 95 ára...Hvernig ég dey, á jörðu niðri eða í flugvél veit ég ekki! Verð efti lvill hætt að fljúga þá...

Ég hef alltaf verið fegin þegar flugvélin er lent og hef alltaf hugsað um að þessi komist alla leið og óhappalaust því ég eigi ekki að deyja fyrr en 2042...

Ég hef enga miðilshæfileika...langt frá því...

Guðrún Magnea Helgadóttir, 5.1.2008 kl. 19:38

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Guðrún Magnea. Við fjölskyldan lentum í ævintýri þegar við komum frá Finnlandi 1986. Þegar við vorum að fara heim og vorum komin í flugstöðina í Helsingi þá sáum við út um gluggann  þar sem var verið að dæla eldsneiti á vélina sem við áttum að fara með og einhver hefur gleymt sér því að flæddi eldsneiti út um allt. Okkur var sagt að flugi seinkaði því það væri þoka í Keflavík. Við trúðum því ekki vegna þess sem við vorum búin að sjá. Svo lögðum við loksins  af stað til Íslands og ég man að við flugum fram og til baka Keflavík-Reykjavík því það var ekki hægt að lenda. Loksins tókst að lenda í Reykjavík. Sem betur fer var þetta ekki eins og fólkið lenti í núna. Ég held að það hafi engin verið hræddur en við vorum hundleið á þessu að fljúga fram og til baka aftur og aftur. Ef ég einhvern tíman verð hrædd að fara í flug þá veit ég af þér sem fylgdarmanni  Verum í bandi.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.1.2008 kl. 22:11

6 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

úpps ! ég hef einu sinni lent í flugævintýri í lítilli flugvél, langar ekki í þá lífsreynslu aftur, hélt að mín síðasta stund væri runninn upp  , er ég fór að kastast til í vélinni  og horfði á systur mína í svipuðum aðpstæðum   enda flaugg ég ekki í mörg ár á eftir , en hef þó farið síðan en þvílík flughræðsla sem að hrjáir mig

Erna Friðriksdóttir, 6.1.2008 kl. 10:37

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Guðrún Magnea sko ef ég væri að fara til útlanda þá mundi ég bjóða þér með eins og skot, en fyrir það fyrsta er ég ekki flughrædd, hef lent í ýmsu og svo er
minn tími búin í þessum geira, eða sko held það, en hef samband ef ég fer.
                                     Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.1.2008 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

xxx

Höfundur

Guðrún Magnea Helgadóttir
Guðrún Magnea Helgadóttir
Byrjaði að blogga til að birta sannleikann í Geirfinnsmálinu. http://mal214.googlepages.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...009_1017077
  • ...009_1017076
  • ...009_1017075
  • DSC 0009
  • DSC 4476

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 61
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband