Launakröfur!

Núna má íslenska" Skóflupakkið", drepast fyrir alvöru...Og það í síðasta sinn...
Innflutningur á erlendu vinnuafli kemur til með að halda lægstu launum jafnvel ennþá neðar en núna er....
Þetta vita að sjálfsögðu formenn verkalýðsfélaganna.... Þeir keyra um Borgina á dýrum luxusjeppum sem skóflupakkið hefur með gjöldum sínum greitt í formi félagsgjalda til viðkomandi stéttarfélags...Hvers vegna á þeim ekki að vera sama?
Sjáið til.... Þessi forspá mín á eftir að rætast...
mbl.is SGS vill 20 þúsund króna hækkun á launatöxtum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Formönnum verkalýðsfélaga hefur alltaf verið nákvæmlega sama um laun þeirra lægst launuðu.  Þeir leggja alltaf áherslur á að hækka hærri taxtana enda ekkert skrýtið því eftir þeim töxtum vinna þeir sjálfir.  20 þúsund er nú upphæð sem þeir nenna ekki einu sinni að ræða, það dugar kannski fyrir bensíni á fínu jeppana í viku ef það nær því.

Jakob Falur Kristinsson, 28.11.2007 kl. 18:14

2 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Jakob... Innflutningur á erlendu vinnuafli á eftir að bjarga launakröfum íslenskra verkamanna... Þá á ég við að launataxtar "Skóflupakksins", koma ekki til með að hækka.í næstu framtíð.....Þar sem umframboð á verkamönnum er allsstaðar og það heldur launum láglaunafólks niðri... Lægstu launataxtar halda síðan kröfum öryrkja og aldraðra í helgreyp sinni... Allt réttlæti á Íslandi er fyrir bý ef núverandi stjórnmálaöfl verða áfram við stjórn.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 28.11.2007 kl. 18:44

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Við, sem fyllum hóp lífeyrisþega verðum að þjappa okkur saman og stofna baráttusamtök; baráttusamtök í beinum skilningi.

Okkur duga ekki lengur hlý og skilningsrík orð og vingjarnleg heit um að ákveðið hafi verið að leitast við að finna úrbætur.

Samfylkingin lagði í stjórnarmyndun upp með kröfu um að greiðslur úr lífeyrissjóðum yrðu skattlagðar eins og AÐRAR fjármagnstekjur.

Þetta tók flokkur allra landsmanna auðvitað ekki í mál.

Ætlar þessi þjóð aldrei að þekkja skíthæla frá öðru fólki?

Árni Gunnarsson, 28.11.2007 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

xxx

Höfundur

Guðrún Magnea Helgadóttir
Guðrún Magnea Helgadóttir
Byrjaði að blogga til að birta sannleikann í Geirfinnsmálinu. http://mal214.googlepages.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...009_1017077
  • ...009_1017076
  • ...009_1017075
  • DSC 0009
  • DSC 4476

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband