5.4.2007 | 15:10
Fermingarveislur og innflytjendamál
Við sem erum afkomendur frumbyggja Íslands lítum að sjálfsögðu á landið okkar sem okkar heimaland sem við elskum og virðum.... Mér hefur svo oft komið til hugar að unga fólkið ætti að fá fræðslu um hvernig umheimurinn lítur út og þessvegna ættum við að sýna börnum okkar hvernig aðrar þjóðir búa að löndum sínum. Seinasti Kompássþáttur, sýndur á stöð 2 þann 1. apríl frá lífsháttum Mongolíubarna ætti að vekja okkur í það minnsta til umhugsunar um að lífsbaráttan getur verið erfið jafnvel fyrir börn og unglinga, það er ekki sama hvar á jörðinni við erum fædd lífskjör okkar fara eftir föðurlandi viðkomandi einstaklings.
Við hérna á Íslandi erum heppin að hafa fæðst hérna ,,Þar sem smjör lekur af hverju strái". Jú við erum einhver ríkasta þjóð heimsins. Innflytjendaumræðan ætti að ýta við okkur og til þess, í það minnsta að við færum út í hinn stóra heim með börnin okkar og kinntum þeim umheiminn. Við ættum að ferðumst á almennu farrými og gista á venjulegum hótelum víðsvegar.
Stjórnmálamenn okkar ferðast á Saga class og gista á 5 stjörnu hótelum hitta ráðamenn viðkomandi landa og komast ekki nálægt fólkinu sem býr í landinu.
Það sem ég hef til málanna að leggja er eftirfarandi:
Í staðinn fyrir ýburðarmiklar fermingarveislur þá bjóðið þið fermingarbörnunum í ferðir til fjarlægra staða þar sem þau sjá raunveruleika heimsins. Ég get lofað ykkur að sú ferð borgar sig.
Við hérna á Íslandi erum heppin að hafa fæðst hérna ,,Þar sem smjör lekur af hverju strái". Jú við erum einhver ríkasta þjóð heimsins. Innflytjendaumræðan ætti að ýta við okkur og til þess, í það minnsta að við færum út í hinn stóra heim með börnin okkar og kinntum þeim umheiminn. Við ættum að ferðumst á almennu farrými og gista á venjulegum hótelum víðsvegar.
Stjórnmálamenn okkar ferðast á Saga class og gista á 5 stjörnu hótelum hitta ráðamenn viðkomandi landa og komast ekki nálægt fólkinu sem býr í landinu.
Það sem ég hef til málanna að leggja er eftirfarandi:
Í staðinn fyrir ýburðarmiklar fermingarveislur þá bjóðið þið fermingarbörnunum í ferðir til fjarlægra staða þar sem þau sjá raunveruleika heimsins. Ég get lofað ykkur að sú ferð borgar sig.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
xxx
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- blindur
- sabroe
- skarfur
- benna
- bertha
- bjarnihardar
- bjorgvinr
- bogi
- brylli
- eirikurhreinn
- ellidiv
- ernafr
- ea
- fridaeyland
- fuf
- geirg
- gummibraga
- orri
- ipanama
- hoax
- hva
- hallgrimurg
- harhar33
- blekpenni
- hehau
- widar
- hlynurh
- ringarinn
- huldadag
- ingabesta
- jakobk
- jensgud
- palmig
- jp
- jonb
- nonniblogg
- jas
- jonaa
- jorunnfrimannsdottir
- photo
- kolbrunb
- kolgrima
- leifur
- kristjang
- konukind
- stinajohanns
- landfari
- birtabeib
- magnusthor
- maggadora
- markusth
- olafur
- hafstein
- vertinn
- ragnarfreyr
- ranka
- robbitomm
- rosaadalsteinsdottir
- partners
- logos
- sigurjonth
- sgj
- siggith
- stebbifr
- saedis
- tomasha
- melrakki
- vilborg-e
- villialli
- laufabraud
- kiddip
- agustolafur
- reykur
- ormurormur
- asgrimurhartmannsson
- hallelujah
- trollchild
- solir
- olafurfa
- heimskringla
- huldumenn
- tsiglaugsson
- icerock
- thorha
- toro
- thoragud
- ansigu
- utvarpsaga
- lydveldi
- skinogskurir
- gattin
- skordalsbrynja
- einarbb
- erna-h
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- gudruntora
- heimirhilmars
- kreppan
- jonsullenberger
- kolbrunerin
- larahanna
- mal214
- manisvans
- svarthamar
- sibba
- mingo
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 64
- Frá upphafi: 99847
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Guðrún Magnea.það sem þú skrifar er alveg hárétt.Ég er fv sjómaður og hef farið víða.Við sjómenn sjáum heimin frá öðru sjónarhorni.Kingston á Jamacia.Georgetown Guyna,Port of Spain Haiti.Þessi lönd eru öll sett í samband við sumar,sól og gylltar strendur.En í mínum huga eymd og volæði ef maður má komast svo að orði um lönd.Mumbai(Bombay)Upp af hafnarhverfunum þar.Ég segi bara guð minn almáttugur.Það eru stórir haugar af sorpi og skítug börn að rífast við rotturnar um allt ætilegt
Ólafur Ragnarsson, 7.4.2007 kl. 14:25
Ég var eitt sinn stödd í Thailandi með tvo unga syni mína... Þar á gangstétt sat drengur með vatnshöfuð á að giska 1 til tveggja ára gamall. Ég komst að því að móðirin lá á ströndinni daglangt og lét barnið betla fyrir sig. Yngri sonur minn þá 7 ára sagði mér seinna frá hvernig minningin um þennan vesæla dreng hafði valdið honum hugarangri um árabil. Sumt ætti að vera bannað börnum!
Guðrún Magnea Helgadóttir, 7.4.2007 kl. 20:04
Maður þarf ekki til Thailands til að sjá þetta.Ég var einusinni á gangi í Lissabon ásamt "agenti"skipsins og ég ætlaði að fara að gefa ungum "betlara".Þá sagði agentinn mér að það skildi ég ekki gera.það kæmi sennilega nýlegur "Bens"seinna um kvöldið og sækti drenginn og afrakstur dagsins.Það er alveg hræðilegt hvernig börn eru misnotuð í glæpsamlegum tilgangi.Ég vísa hér í blogg sem ég skrifaði um daginn um atvik þegar ég týndi veski í Kaupmannahöfn:"Ég snéri mér að lögregluþjóni sem var þarna og spurði hann hvað væri helst til ráða þegar maður týndi veski þar um slóðir.Þú hefur ekki týnt því hefur verið stolið af þér sagði ´ann.Það getur ekki verið sagði ég það kom enginn svo nálægt mér.Þetta segja allir fullyrti hann.Svo sagði hann mér að glæpamenn í Kaupmannahöfn væru farnir að flytja inn unga pilta sem væri búið að þrautþjálfa í vasaþjófnaði frá barnæsku,í löndum sem áður tilheyrðu Ráðstjórnarríkjunu".
Ólafur Ragnarsson, 8.4.2007 kl. 14:10
Ólafur Ragnarsson. Gleðilega páska! Ég sé að að þú veist mest af því sama um umheiminn og ég.
Guðrún Magnea Helgadóttir, 8.4.2007 kl. 18:04
Gleðilega Páska.Ég var víst búinn að óska þér þess sama annarstaðar.Já ég hef séð dálítið af heiminum.En ég óst að hluta til upp við sömu holt,hæðir og fjöll og þú.Kært kvödd
Ólafur Ragnarsson, 8.4.2007 kl. 19:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.